Vondi afi með bjór og barn

Fyrr í sumar birtum við stiklu fyrir nýjustu Jackass myndina Bad Grandpa og nú er komið að því að birta fyrsta plakatið úr myndinni, sem fjallar um afann Irving Zisman og litla barnabarnið hans Billy, á ferð um Bandaríkin. Faldar myndavélar fylgja þeim langfeðgum síðan hvert fótmál: þar sem þeir valda hneykslun hvar sem þeir koma.

Eins og sjá má á plakatinu hér fyrir neðan er Zisman að sjálfsögðu með bjórkippu í annarri hendi og barnið í hinni:

JACKASS-PRESENTS-BAD-GRANDPA-Poster-535x838

Myndin verður frumsýnd 25. október nk. og með aðalhlutverk fer enginn annar en       Johnny Knoxville sem leikur afann, og barnabarið leikur Jackson Nicholl. 

Myndin fjallar um hinn 86 ára Irving Zisman sem er á ferðalagi yfir Bandaríkin með 8 ára gömlum afastrák, Billy. Á ferð sinni yfir Bandaríkin kynnir Irving hinn unga og hrifnæma Billy fyrir fólki, stöðum og aðstæðum sem útvíkka hugtakið barnauppeldi. Parið hittir karlkyns nektardansara, úrilla keppendur í barna fegurðarsamkeppnum, syrgjendur í jarðarför, og fullt af öðru fólki sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar þeir langfeðgar mæta á svæðið.