Frumsýning: Bad Grandpa

Sambíóin frumsýna kvikmyndina Bad Grandpa á föstudaginn næsta, þann 25. október í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík, Akureyri, Bíóhöllinni Akranesi, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Króksbíói.

bad grandpa

Bad Grandpa er nýjasta myndin frá Jack Ass og Johnny Knoxville, en um er að ræða heimsfrumsýningu á myndinni.  Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að hér sé á ferðinni sprenghlægileg gamanmynd sem aðdáendur Jack Ass ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

„Nýjasta myndin sem kennd er við Jackass-gengið er sprenghlægileg blanda af leiknum atriðum, skipulögðum fíflalátum og földum myndavélum.“

bad grandpaMyndin heitir Bad Grandpa og er mitt á milli þess að vera bíómynd og bjánaskapur þar sem venjulegu, grunlausu fólki er fléttað inn í grínið í alls kyns óvæntum uppákomum.

Johnny Knoxville, Jackass-maður númer eitt, leikur hinn 86 ára gamla Irving Zisman sem tekur að sér að koma átta ára sonarsyni sínum Billy (Jackson Nicoll) til föður síns sem býr í öðru fylki. Þeir kumpánar leggja í hann og á leiðinni veldur sá gamli ýmsum óskunda sem er sennilega ekki til eftirbreytni fyrir ungdóminn en stórskemmtilegur fyrir áhorfendur enda ganga flest uppátækin út á að koma grunlausum samborgurum á óvart og hneyksla þá í mörgum tilfellum upp úr skónum.

Stiklan hér að ofan, úr myndinni, er bráðfyndin ein og sér og í henni má sjá brot af nokkrum þeirra hrekkja sem afinn smekklausi og sonarsonur hans standa fyrir, sem aftur gefur góða vísbendingu um það sem koma skal í myndinni sjálfri.

Aðalhlutverk: Johnny Knoxville, Jackson Nicoll, Spike Jonze, Georgina Cates og Blythe Barrington-Hughes ásamt grunlausum vegfarendum

Leikstjórn: Jeff Tremaine

Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík, Akureyri, Bíóhöllin Akranesi, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Króksbíóvík

Aldurstakmark: 12 ára

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Leikstjóri myndarinnar, Jeff Tremaine, hefur verið með Jackass-genginu frá upphafi og er reyndar einn af stofnendum þess ásamt Johnny Knoxville og Spike Jonze. Hann leikstýrði flestum hinum Jackass-myndunum og sjónvarpsþáttunum þannig að óhætt er að fullyrða að hann sé vel með á nótunum.