Karlmenn í ástarsambandi – Rökkur heimsfrumsýnd í Gautaborg

Ný íslensk kvikmynd, Rökkur, verður heimsfrumsýnd þann 4. febrúar næstkomandi á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð. Myndin verður lokamynd hátíðarinnar. Rökkur er dramatískur sálfræðiþriller með hrollvekjandi ívafi og ein fyrsta íslenska kvikmyndin sem fjallar alvarlega um ástarsamband tveggja manna, að því er segir í frétt frá framleiðanda myndarinnar. Leikstjóri er Child Eater leikstjórinn Erlingur […]

Miðnætursýning – Suicide Squad frumsýnd

Á morgun verður heimsfrumsýning hér á landi á ofurhetjumyndinni Suicide Squad, en þeir sem vilja sjá myndina á undan öðrum geta mætt á miðnætursýningu í kvöld í Smárabíói, sem hefst kl. fimm mínútur yfir tólf, eða 00.15. Í Suicide Squad taka skúrkar í lurginn á öðru skúrkum, eins og segir í tilkynningu frá Senu, en […]

Þrestir taka flugið á TIFF

Skipuleggjendur einnar stærstu kvikmyndahátíðar í heiminum, Toronto International Film Festival, tilkynntu í dag að kvikmyndin ÞRESTIR eftir Rúnar Rúnarsson yrði heimsfrumsýnd á þeirra vegum nú í september. ÞRESTIR virðast aldeilis vera að fljúga vel af stað en nýlega var tilkynnt að hún hefði verið valin í aðalkeppnina á hinni virtu kvikmyndahátíð í San Sebastian á […]

Heimsfrumsýning á The Hunger Games: Mockingjay Part 1

Stórmyndin The Hunger Games: Mockingjay Part 1 verður heimsfrumsýnd föstudaginn 21. nóvember, en um er að ræða fyrri hluta af lokakafla Hungurleikaþríleiksins. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri, Sam-Keflavík, Bíóhöllinni Akranesi, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Króksbíói. Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Myndin segir frá því þegar Katniss Everdeen (Jennifer Lawrence) […]

Allt við Noah innblásið af Íslandi

Stórmyndin Noah var heimsfrumsýnd í Sambíóunum Egilshöll fyrr í kvöld að viðstöddum leikstjóra myndarinnar, Darren Aronofsky, framleiðanda myndarinnar og öðrum aðstandendum, þar á meðal rokkstjörnunni Patti Smith sem samdi vöggulag sem kemur mikið við sögu í myndinni. Darren sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í tengslum við sýningu myndarinnar að Ísland sé allt í öllu […]

Frumsýning: Bad Grandpa

Sambíóin frumsýna kvikmyndina Bad Grandpa á föstudaginn næsta, þann 25. október í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík, Akureyri, Bíóhöllinni Akranesi, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Króksbíói. Bad Grandpa er nýjasta myndin frá Jack Ass og Johnny Knoxville, en um er að ræða heimsfrumsýningu á myndinni.  Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að hér sé á ferðinni sprenghlægileg gamanmynd sem aðdáendur […]

Hungurleikar heimsfrumsýndir 11. nóvember

Heitir aðdáendur Hungurleikanna, sem geta ekki beðið eftir að næsta mynd, The Hunger Games Catching Fire, komi í bíó, ættu að fara á netið umsvifalaust og kaupa sér flugmiða til Lundúna, en þar verður myndin heimsfrumsýnd þann 11. nóvember, 11 dögum á undan almennri frumsýningu myndarinnar þann 22. nóvember. Myndin hefst eftir að Katniss Everdeen […]

Machete Kills heimsfrumsýnd á Fantastic Fest

Bíóáhugamenn á ferð um Bandaríkin í september nk. takið eftir! Nýjasta mynd Robert Rodriguez, Machete Kills, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Fantastic Fest sem fer fram þar í landi í Austin í Texas fylki, þann 19. september nk. Myndin verður opnunarmynd hátíðarinnar og viðstaddar verða tvær helstu stjörnur myndarinnar þau Danny Trejo og Alexa Vega ásamt […]

Heimsfrumsýning: Star Trek Into Darkness

Sambíóin heimsfrumsýna myndina Star Trek Into Darkness eftir J.J.Abrams á föstudaginn næsta, þann 10. maí. Myndin verður ekki frumsýnd fyrr en viku seinna í Bandaríkjunum, eða þann 17. maí. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að myndin hafi verið að fá ótrúlega góða dóma frá þeim gagnrýnendum sem þegar hafa fengið að sjá myndina. „Hafa jafnvel sumir […]

Heimsfrumsýning – Wadjda

Sádí-arabíska kvikmyndin Wadjda verður heimsfrumsýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 6. desember næstkomandi í samvinnu við UN Women á Íslandi. Í fréttatilkynningu frá Bíó Paradís segir að um sé að ræða sérlega athyglisverða mynd: „Þetta er sérlega athyglisverð mynd fyrir ýmissa hluta sakir. Wadjda er fyrsta kvikmyndin sem tekin er upp að öllu leyti í Sádí-Arabíu. […]