Heimsfrumsýning á The Hunger Games: Mockingjay Part 1

Stórmyndin The Hunger Games: Mockingjay Part 1 verður heimsfrumsýnd föstudaginn 21. nóvember, en um er að ræða fyrri hluta af lokakafla Hungurleikaþríleiksins.

Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri, Sam-Keflavík, Bíóhöllinni Akranesi, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Króksbíói.

jennifer

Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Myndin segir frá því þegar Katniss Everdeen (Jennifer Lawrence) sér sig nauðuga til að sameina hverfin í Panem og efna til byltingar gegn spilltu ógnarstjórninni í Höfuðborginni („The Capitol“).  Um leið og stríðið sem mun ákveða örlög Panem stigmagnast þar til að Höfuðborgin leggur öll hverfin í rúst, verður Katniss að ákveða hverjum hún getur treyst og hvað hún skuli gera, á meðan allt sem henni er kært hangir á bláþræði.

Áhugaverðir punktar:

– Tökur á Mockingjay hófust í september 2013 og stóðu yfir allt fram í júní 2014, en mörg atriði í seinni hlutanum sem frumsýndur verður að ári voru tekin upp í Evrópu, nánar tiltekið í Berlín og í París.

– Philip Seymour Hoffman, sem leikur Plutarch Heavensbee, lést þann 2. febrúar í ár og hafði þá lokið við að leika í fyrri hluta Mockingjay. Hins vegar átti eftir að taka upp nokkur atriði með honum fyrir seinni hlutann og var ákveðið að nota tæknibrellur til að ljúka þeim.

– Á íslensku nefnist þessi síðasti hluti þríleiksins Hermiskaði, en bókin kom út hjá Forlaginu í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur og hefur fengið afar góða dóma. Þykir mörgum að Hermiskaði sé besta bókin af þeim þremur og sú sem er mest spennandi
enda ráðast hér örlög allra meginpersóna sögunnar og margt kemur hressilega á óvart.

Myndin er bönnuð innan 12 ára.