Vélmenni, vopn og plaköt úr Elysium – Ný myndbönd!

Nú eru tvær vikur í frumsýningu nýjustu myndar District 9 leikstjórans Neill Blomkamp, framtíðartryllisins Elysium, sem margir bíða spenntir eftir, enda var geimverumyndin District 9 óvenjuleg og vakti mikla athygli þegar hún var frumsýnd árið 2009.

Í dag var birt nýtt plakat fyrir Elysium, og nokkur stutt vídeó með sýnishornum úr myndinni og viðtölum við leikara og leikstjóra. Í eftirfarandi myndbandi er viðtal við Blomkamp og aðalleikarana Matt Damon og Judy Foster:

Í næsta myndbandi fjalla Blomkamp og Damon um græjurnar og vopnin í myndinni og hvernig þetta var allt saman búið til:

Og í síðasta myndbandinu er fjallað um vélmennin í myndinni sem eru af ýmsum toga:

Hér fyrir neðan er svo nýja plakatið:

elysium-620x918

 

 

Söguþráðurinn er á þessa leið: Árið 2154 þá eru til tvær stéttir manna; mjög auðugt fólk sem býr í geimstöðinni Elysium, og svo hinir, sem búa á yfirfullri Jörðinni, sem er öll í rúst. Rhodes er opinber fulltrúi, sem reynir hvað hann getur til að koma á lögum til að hindra innflytjendur í að flytja á Elysium til að vernda lúxuslífið sem Elysium býður upp á. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að Jarðarbúar reyni að komast inn með öllum mögulegum ráðum. Þegar hinn ólánsami Max lendir upp við vegg, þá neyðist hann til að samþykkja að taka að sér hættulegt verkefni, sem mun bjarga lífi hans ef það tekst vel, en gæti einnig aukið á jafnræðið  á milli þessara tveggja heima.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 9. ágúst nk. en á Íslandi 28. ágúst.