Town and Country orðin stærsta floppið

Samkvæmt heimildum bæði Internet Movie Database og FoxNews er nýjasta mynd Warren Beatty orðin stærsta flopp kvikmyndasögunnar og tók þar með yfir The Postman sem var hugarfóstur Kevin Costner. Nú er myndin búin að vera í kvikmyndahúsum vestra í mánuð og hefur tekið inn um 6.7 milljónir dollara en kostaði um 80 milljónir. Til samanburðar má geta að Póstmaðurinn kostaði einnig um 80 milljónir en tók þó inn um 17 milljónir. Frægðarsól Beattys virðist þar með vera farin að síga töluvert.