Timur vill mannætuíkorna

Wanted og Abraham Lincoln: Vampire Hunter leikstjórinn Timur Bekmambetov er með tvö mjög áhugaverð en mjög ólík verkefni á borðinu hjá sér þessa dagana. Öðru þeirra myndi hann leikstýra sjálfur ef samningar nást við MGM kvikmyndaverið, en það er endurgerð á hinni sígildu Ben Húr: A tale of the Christ, sem gera á eftir handriti The Way Back höfundarins Keith Clarke. Ef af myndinnni verður þá er biblíumyndaþrenningin fullkomnuð, þar sem von er á mynd Darren Aronofsky Noah og mynd Ridley Scott Exodus, en þær báðar eru upprunnar úr Biblíunni.

squirrel

Hitt verkefnið sem Timur er með á teikniborðinu er gamanhrollur um mannætuíkorna. Hann á sjálfur hugmyndina, en ætlar ekki að leikstýra því verkefni sjálfur.

Sjáðu kynningarmyndband fyrir myndina hér fyrir neðan sem gert var til að selja framleiðendum í Hollywood hugmyndina:

Ekki er búið að ráða leikstjóra fyrir myndina ennþá.

Myndin er sögð vera blanda af gamansemi sem sést hefur í Piranha myndunum og ógnvekjandi senum eins og í Birds eftir Alfred Hitchcock.

Myndin fjallar um bæ sem verður fyrir árás mannætu íkorna eftir að gasfyrirtæki kaupir bæinn og rústar fæðukeðjunni með því að eyðileggja umhverfið í kringum bæinn.

Bekmambetov mun framleiða myndina sjálfur.