Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Ben-Hur 1959

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A Tale of the Christ

212 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 90
/100

Þessi nýja útgáfa ku eiga að vera eitthvað frábrugðin síðustu útgáfu myndarinnar, og segja söguna af því hvernig Judah Ben-Hur og Messala ólust upp saman sem vinir en voru síðar aðskildir þegar Rómverjar réðust inn í Jerúsalem. Myndin mun einnig segja hliðarsögu af Jesú Kristi og munu koma fyrir samskipti á milli beggja persóna. Judah Ben-Hur var prestur... Lesa meira

Þessi nýja útgáfa ku eiga að vera eitthvað frábrugðin síðustu útgáfu myndarinnar, og segja söguna af því hvernig Judah Ben-Hur og Messala ólust upp saman sem vinir en voru síðar aðskildir þegar Rómverjar réðust inn í Jerúsalem. Myndin mun einnig segja hliðarsögu af Jesú Kristi og munu koma fyrir samskipti á milli beggja persóna. Judah Ben-Hur var prestur af gyðingaættum og Messala var sonur rómverks skattheimtumanns. Eftir að Messala fer til í skóla til Rómar í fimm ár, þá snýr hann aftur með nýtt hugarfar. Messala gerir grín að Judah og trú hans sem endar með því að Messala svíkur æskuvin sinn, sem er síðan seldur í þrældóm og út í opinn dauðann á rómverskt herskip, en móðir hans og systur er hent í ævilangt fangelsi. Judah deyr hinsvegar ekki, og heitir því að hefna sín á Messala, sem nær hámarki í frægum hestakerrukapphlaupi. ... minna

Aðalleikarar

Þvílikt "breakthrough"
Ben-Hur er mynd sem er talin vera meistaraverk, og má með sanni segja að hún sé það. Myndin fékk 11 óskarsverðlaun á sínum tíma, og átti hún það fyllilega skilið. Ben-Hur var mikið "breakthrough" þegar hún kom út (sem var árið 1959) og maður hefði haldið að allir þessir atburðir sem gerast í myndinni, væri ómögulegir að framkalla í mynd frá 6. áratug síðustu aldar. En allt kemur fyrir ekki, og úr allri þessari vinnu kemur en eitt meistaraverkið í kvikmyndasögunni. Myndin er 212 mínútur, og ég get sagt það með hreinni samvisku að þetta hafi verið bestu mínúturnar sem ég eyddi í kvikmynd. Þessi mynd segir frá Judah Ben-Hur sem er efnaður prins af gyðingaættum í Jerúsalem. Hann hittir fyrir sinn gamla vin Messala sem er rómverskur hershöfðingi. Í fyrstu eru þeir glaðir að sjá hvorn annan, en ólíkar skoðanir á pólitískum málum fjarlægja þá frá hvorn öðrum. Nýr rómverskur landstjóri kemur til Jerúsalem á sama tíma og Messala. Sett er á stað athöfn honum til velkomnar, en þegar þakflísar falla niður á hann og særa hann. Ben-Hur og fjölskyldan hans eru umsvifalaust handtekin af Messala og er Ben-Hur sendur til galeiðunnar og fangelsar systur hans og móður. Ben-Hur sver síðan að hann muni koma aftur og hefna sín á Messala.

Leikaravalið í myndinni er skipað gæðaleikurum sem hugsa ekki um neitt annað heldur en að gefa sig allan fram í sitt hlutverk. Charlton Heston er frábær sem Judah Ben-Hur, og átti hann óskarinn fyllilega skilið. Stephen Boyd er mjög góður sem Messala, og svo er það Hugh Griffith sem leikur Sheik Ilderim sem er gjörsamlega frábær í sínu hlutverki (og fékk hann einnig óskarsverðlaun).

Það sem gerir þessa mynd kannski alveg frábæra er hvað mikil vinna fór í hana. Maður getur rétt svo ímyndað sér hversu mikil vinna hefur farið fram við þessa mynd. Hún var frekar lengi í vinnslu og þegar ég horfði á hana sá ég alveg afhverju hún var lengi í vinnslu. Keppnin á hestakerrunum er engum lík, og er hún ein af bestu hasarsenum sem ég hef persónulega séð. Handritið er flott og eins og allt annað við myndina var mikil vinna lögð í það. Eini gallin við myndina er kannski hvað hún er löng, en maður skilur það svosem. Þessi mynd er byggð á bók sem er 560 blaðsíður og er erfitt að skilja eitthverja mikilvæga atburði eftir.

En Ben-Hur er frábær er mynd og hvet ég alla til að sjá hana. Þetta er svona mynd sem maður verður að sjá áður en maður hrekkur upp af.
10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ben-Hur er í einnu orði sagt STÓRFENGLEG. Myndin varð kalssísk dagin sem hún var frumsýnd. Myndin heitir einnig Ben-Hur: A Tale of the Christ og vísr það nafn í þáttökku Jesús Krists í myndini en hlutverk hans i myndini er lítið en þó örlagaríkt. Myndin byrjar á því að maður sér Maríu og Jósef á leiðinni til Betlihem. Svo fer þar fram fæðing frelsarans. Myndin heldur svo áfram 26 árum síðar og maður kynnist Júda Ben-Hur (Charlton Heston) sem er auðugur Gyðingur í Jerúsalem. Svo fylgist maður með ævintýrunum sem hann lendir í. Hvernig hann slítur vináttu sinni við æskuvinn sinn hinn volduga rómverska hershöðinga Messala (Stephen Boyd). Svo sér maður þegar Júda er handtekinn og sendur á galeiðunar og þegar hann lendir í orustu og bjargar lífi rómverska ráðsmannsins Quintus Arrius (Jack Hawkins)og það hvernig Quintus Arrius tekur Júda undir sinn vendar væng og ættleiðir hann. Svo fær maður að sjá hvernig Ben-Hur verður einn fremsti hestakeru ekill í öllu Rómaveldinu og margt fleira. Þetta hljóma eins og langdreginn og leiðinlegur söguþráður en það er hann síður en svo. Myndin sló í gegn á sínum tíma og hlaut hún 11 verðskulduð óskarsverðlaun og voru þau fyrir bestu myndina, besti leikstjóri (William Wyler), besti leikari í aðalhlutverki (Charlton Heston), besti leikari í aukahlutverki (Hugh Griffith), listræn stjórnun, kvikmyndataka, búningar, klipping, tónlist, hljóð og tæknibrellur. Myndin var einnig tilnefnd fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni. Leikstjóri myndarinnar er William Wyler og vissi hann upp á hár hvað hann var að gera og hlaut hann verðskulduð óskarsverðlaun fyrir leikstjórn sína. Leikurin í myndini er ótrúlegur. Charlton Heston springur út í hlutverki Júda Ben-Hur og hlaut hann óskarsverðlaunin fyrir leik sinn. Jack Hawkins er traustur sem rómverski ráðsmaðurinn Quintus Arrius og hefði hann átt fullt erindi í slagin um óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki en var hann því miður ekki tilnefndur. Sennuþjófur myndarinar er Stephen Boyd sem er hreint og beint ótrúlegur sem rómverski hershöfðinginn Messala sem í uppahafi myndarinar er vinnur Ben-Hur en óvinnur í lokinn. Að mínu matti átti hann hað hljóta óskarsverðlaunin sem besti leikari í aukahlutverki en svo furðulega vill til að hann var ekki einu sinni tilnefndur en hann hlaut þó Golden Globe verðlaunin í sárabætur. Hugh Griffith er mjög góður sem Arabinn Sheik Ilderim og hlaut hann nokkuð verðskulduð óskarsverðlaun fyrir leik sinn þó mér finnist persónulega að Stephen Boyd hefði átt að fá þau. Finlay Currie er góður sem Balthasar sem var einn af vittringunum þrem og er einnig Frank Thring góður sem Pontus Píaltus. Einnig vil ég hrósa Martha Scott og Cathy O'Donnell fyrir frábæran leik sem móðir og systir Ben-Hur. Tæknilega hlið myndarinar er mjög vel gerð og stendur þar upp úr kvikmyndatakan og búningahönnunin. Það eru persónur í myndini sem koma úr biblíuni sem og nokkur atriði svo sem krossfestingin, byrjunin á Fjallræðuni og fæðing frelsarans og er mjörg gaman að sjá þessi atriði. Ben-Hur er mynd sem ég mæli með fyrir alla og ef þú hefur ekki séð hana farðu út í næstu búð og fáðu þer hana á DVD því að hún er þess virði að eiga. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessa mynd horfði ég margoft á þegar ég var yngri. En þá var maður nú svo óttalega vitlaus.

Fyrir stuttu horfði ég á þessa mynd á bíórásinni og sá þá hvað myndin er langdregin og leiðinleg. Það er helst að eitthvað er varið í endinn og kappreiða-atriðið.

Myndin er vel leikin og þokkalega vel tekin, en hana mætti stytta um klukkutíma. Hún er alveg þess virði að sjá hana, en engin snilld. Kannski helst að fólki á fimmtugsaldri finnist eitthvað í hana spunnið... en það er ábyggilega vegna þess að það sá hana á hvíta tjaldinu og man eftir óskarsverðlaununum það árið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ben-Hur er frábært meistaraverk sem fékk 11 óskarsverðlaun á sínum tíma. Charlton Heston er frábær í hlutverki Juda Ben-Hur og William Wyler leikstjóri vissi alveg hvað hann var að gera. Myndin er um Ben-Hur sem lendir í ótal ævintýrum. Meðal annars verður hann þræll, keppir í veðreiðum, slítur vináttu við æskuvin sinn, hinn volduga Messalla og margt fleira. Myndin er mjög löng, 3 og 1/2 klukkutími, en hún er alls ekki langdreginn. Ég mæli með þessari mynd fyrir fólk á öllum aldri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.03.2023

Ofurhetjur holræsanna

Skemmtileg ný stikla er komin út fyrir teiknimyndina um Ninja skjaldbökurnar úr holræsum New York borgar, Teenage Mutant Ninja Turtles: Mutant Mayhem. Til í tuskið. Kvikmyndin verður frumsýnd hér á Íslandi ellefta ágúst næstkomandi og með helstu hlutverk far...

20.07.2018

Rotten verður stökkbreytt svín

John Lydon, öðru nafni Johnny Rotten úr pönksveitinni Sex Pistols og PIL, mun tala fyrir ófrýnilegt illmenni í nýrri teiknimyndaseríu frá Nickelodeon um Ninja skjaldbökurnar;  Rise of the Teenage Mutant Ninja Turtles. Rotten...

09.10.2017

Miðaleikur - hvaða kvikmynd lýsir lífi þínu best?

Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar að gægjast í gullkistu kvikmyndatónlistar frá Hollywood á fimmtudagskvöldið næsta, á tónleikum sínum í Hörpu. Af því tilefni ætlar kvikmyndir.is í samstarfi við hljómsveitina...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn