War Horse (2011)12 ára
Frumsýnd: 27. janúar 2012
Tegund: Drama, Stríðsmynd
Leikstjórn: Steven Spielberg
Skoða mynd á imdb 7.2/10 104,156 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Separated By War. Tested By Battle. Bound By Friendship.
Söguþráður
Hinn ungi Albert og fjölskylda hans eru leiguliðar í Devon-héraði í Englandi árið 1915. Dag einn verður Albert vitni að því er hryssa kastar fallegu folaldi. Albert verður samstundis svo hugfanginn af folaldinu að faðir hans ákveður að kaupa það þrátt fyrir afar takmörkuð fjárráð. Með tímanum myndast afar sterkt og náið samband á milli Alberts og hestsins sem hann ákveður að gefa heitið Joey. En þetta eru erfiðir tímar og þegar uppskeran bregst neyðist faðir Alberts til að selja Joey til bresku riddaraliðssveitarinnar svo hann geti greitt leiguna af landinu sem hann hefur til umráða, því annars verður fjölskyldan öll borin út. Við þetta á Albert afar erfitt með að sætta sig og þótt hann sé allt of ungur til að mega fara á stórhættulegar vígstöðvarnar einsetur hann sér að fara samt, freista þess að finna Joey og taka hann með sér aftur heim. Þar með hefst ævintýri sem er jafnfallegt og það er viðburðaríkt og spennandi.
Tengdar fréttir
01.06.2014
Cumberbatch orðaður við Journey's End
Cumberbatch orðaður við Journey's End
Breski leikarinn Benedict Cumberbatch er í viðræðum um að leika í nýrri kvikmynd sem gerist í fyrri heimstyrjöldinni. Myndin yrði byggð á leikritinu Journey's End, eftir R.C Sherrif, frá árinu 1928. Leikritið fjallar um síðasta ár fyrri heimstyrjaldarinnar. Cumberbatch myndi fara með hlutverk aðalpersónunnar og hetjunar, Captain Stanhope. Í leikritinu er Stanhope föðurímynd...
23.10.2013
Hardy staðfestur sem Elton John
Hardy staðfestur sem Elton John
Við sögðum frá því í sumar að Tom Hardy væri orðaður við hlutverk tónlistarmannsins breska Elton John í hinni ævisögulegu mynd Rocketman. Nú hefur ráðning hans verið formlega staðfest. Leikstjóri verður Michael Gracey og handrit skrifar Lee Hall (War Horse). Samkvæmt frétt Variety kvikmyndaritsins þá hyggst John endurhljóðrita nokkur af sínum vinsælustu lögum...
Trailerar
Stikla #2
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
War Horse var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd ársins, fimm BAFTA-verðlauna og tveggja Golden Globe-verðlauna.
Svipaðar myndir