Horfir til himins

Paramount Pictures sendi frá sér nýtt plakat fyrir nýju Top Gun myndina, Top Gun: Maverick í dag. Á plakatinu sjáum við aðalhetjuna, Pete „Maverick“ Mitchell, sem leikinn er af Tom Cruise, horfa til himins, á sama tíma og hann hallar sér upp að flugvél. Paramount segir að ný stikla sé einnig á leiðinni á morgun […]

Ísmaðurinn snýr aftur í Top Gun og Loggins sömuleiðis

Um daginn sögðum við frá því hér á síðunni að tökur væru hafnar á Top Gun: Maverick, framhaldi hinnar sígildu flugmyndar Top Gun frá árinu 1986, og einnig því að Val Kilmer væri líklegur til að leika í myndinni, og mæta á ný í hlutverki Tom „Iceman“ Kazansky. Samkvæmt vefsíðunni The Wrap þá er endurkoma Kilmer […]

Gefst ekki upp á Top Gun 2

Framleiðandinn Jerry Bruckheimer var í viðtali við Huffington Post á dögunum og sagði þar að hann hafi reynt að gera framhald að hinni sívinsælu Top Gun í tæp 30 ár. Bruckheimer var staddur til þess auglýsa bókina sína Jerry Bruckheimer: When Lighting Strikes, Four Decades of Filmmaking, en umræðan snérist fljótt að Top Gun og […]

Hætt við framhald Top Gun

Eftir sjálfsvíg leikstjórans Tony Scott í ágúst er ólíklegt að framhald Top Gun líti dagsins ljós á næstunni. Scott var byrjaður að undirbúa myndina og hafði verið í sambandi við Tom Cruise um að leika í henni en samkvæmt New York Times er búið að hætta við verkefnið. Aðdáendur Top Gun geta huggað sig við […]

Cruise vinnur að Top Gun 2

Sú var tíðin er Tom Cruise var stærsta action-hetja hvíta tjaldsins á heimsvísu, en í kringum enda 20. aldarinnar dvínaði glampinn eitthvað. Meðal best þekktu (en ekki bestu) kvikmynda hans frá dýrðardögunum var karlmennsku- 80’s tryllirinn Top Gun, sem fjallaði um ungan flugmann (Cruise) sem fær tækifæri til að þjálfa sig í Vopnaháskóla Sjóhersins. Nú […]

Top Gun í þrívídd

Nú á dögunum var haldin sérstök prufusýning í kvikmyndahúsi í Amsterdam, þar sem áhorfendur fengu meðal annars að sjá fjórar mínútur úr myndinni Top Gun þar sem var búið að breyta henni í þrívíddarmynd. Viðtökur voru býsna jákvæðar og er talið að á næsta ári fengi öll myndin bíóútgáfu ef leikstjórinn Tony Scott samþykkir breytinguna. […]

Engin Top Gun 2 nema Maverick og Tom Cruise verði aðal

Aðdáendur Tom Cruise og orrustuflugmannamyndarinnar Top Gun, sem átti stóran þátt í að gera Cruise að þeirri stórstjörnu sem hann er, geta nú tekið gleði sína að nýju, en svo virðist sem að Cruise, og persóna hans, orrustuflugmaðurinn Maverick, verði í lykilhlutverki í Top Gun 2, sem nú er í undirbúningi undir styrkri stjörn stjörnuframleiðandans […]

Tom Cruise með hlutverk í Top Gun 2?

Kvikmyndaleikaranum Tom Cruise hefur verið boðið hlutverk í Top Gun 2 samkvæmt heimildum Hollywood Reporter fréttaveitunnar, en Cruise sló einmitt í gegn sem flugmaðurinn Maverick í upprunalegu Top Gun myndinni. Við sögðum frá því í júní sl. að þreifingar væru hafnar um nýja Top Gun mynd, en nú hefur það verið staðfest að Paramount Pictures […]

Kelly McGillis og Melanie giftast

Top Gun skutlan Kelly McGillis, sem einnig lék í myndum eins og Witness og The Accused,og unnusta hennari Melanie Leis, létu pússa sig saman þann 15. september sl. við borgaralega athöfn í New Jersey í Bandaríkjunum. McGillis, sem er 53 ára og býr í Collingswood í Bandaríkjunum, kom út úr skápnum í fyrra í viðtali […]

Top Gun 2 að veruleika?

Margir hafa beðið án árangurs ár eftir ár eftir ár eftir að sjá framhald af orrustuflugmanna – töffaramyndinni Top Gun með Tom Cruise í aðalhlutverkinu, en í myndinni lék einnig fjöldi annarra þekktra leikara. CinemaBlend vefsíðan greinir frá því að ofurframleiðandinn Jerry Bruckheimer hafi sagt við MTV sjónvarpsstöðina að í gegnum tíðina hafi oft verið […]