Cruise vinnur að Top Gun 2

Sú var tíðin er Tom Cruise var stærsta action-hetja hvíta tjaldsins á heimsvísu, en í kringum enda 20. aldarinnar dvínaði glampinn eitthvað. Meðal best þekktu (en ekki bestu) kvikmynda hans frá dýrðardögunum var karlmennsku- 80’s tryllirinn Top Gun, sem fjallaði um ungan flugmann (Cruise) sem fær tækifæri til að þjálfa sig í Vopnaháskóla Sjóhersins. Nú til dags er hún hlý og gamansöm minning um yfirdrifnar 80’s hasarmyndir, en seint árið 2010 fóru orðrómar að heyrast um hugsanlegt framhald. Paramount bauð leikstjóra upprunalegu myndarinnar, Tony Scott, og framleiðanda hennar, Jerry Bruckheimer, að snúa aftur til að gera framhald; á meðan handritshöfundurinn Christopher McQuarrie var fenginn til að skrifa handritið. Scott sagði síðar:“Ég vil ekki gera endurgerð. Ég vil ekki gera aðra útgáfu. Ég vil gera nýja mynd.“

Tom Cruise var í vikunni í viðtali við MTV og tjáði sig þar ansi mikið um framhaldið, til að sannfæra alla þó, sagði hann: „Við erum að vinna að henni,“.
Hann var þó efins um að McQuarrie myndi skrifa handritið, enda er maðurinn að leikstýra myndinni One Shot, sem Cruise leikur í. Myndin er þá líklegast án handrits, en þrír af lykilmönnum hennar eru ennþá viðstaddir og vill Cruise að framhaldið verði bæði skrifað og tekið upp í stíl við fyrstu myndina: „Ég vona að við finnum úr þessu svo við getum gert myndina. Ef við finnum sögu sem við viljum allir segja, viljum við allir gera mynd sem er í sama tón og sú upprunalega og taka hana eins upp.“

Að svo stöddu er enginn tímarammi kominn hvenær við megum búast við myndinni, en fyrir þá sem eru bæði aðdáendur Top Gun eða hafa ekki séð hana, þá stendur til að endurútgefa upprunalegu myndina í 3D á næsta ári. Það eina sem stendur í vegi endurútgáfunnar er ef að Tony Scott neitar, og við vitum öll að það fer ekki að gerast.