Kelly McGillis og Melanie giftast

Top Gun skutlan Kelly McGillis, sem einnig lék í myndum eins og Witness og The Accused,og unnusta hennari Melanie Leis, létu pússa sig saman þann 15. september sl. við borgaralega athöfn í New Jersey í Bandaríkjunum.
McGillis, sem er 53 ára og býr í Collingswood í Bandaríkjunum, kom út úr skápnum í fyrra í viðtali við vefsíðuna SherWired.com McGillis er tvígift og á tvær dætur.
Eiginkona hennar Melanie er yfirmaður hjá Independence Communications, sem er fyrirtæki sem skaffar fyrirtækjum lyftutónlist.

Nýjasta mynd Kelly McGillis heitir Stake Land, og var frumsýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni í síðustu viku.