Pegg óþekkjanlegur eftir sex mánuði í ræktinni

Leikarar láta sig margir hafa það að ganga í gegnum verulega útlitsbreytingu fyrir kvikmyndahlutverk, með talverðri fyrirhöfn. Skemmst er að minnast þar Christian Bale og Viggo Mortensen, sem báðir bættu á sig slatta af aukakílóum fyrir Óskarstilnefnd hlutverk sín í Vice og Green Book, en einnig má minnast á Matthew McConaughey sem horaði sig svakalega […]

Skóli á leið til helvítis

Bresku leikararnir Simon Pegg og Nick Frost eru vanir því að leika í skemmtilegum kvikmyndum saman, og nú hafa þeir bætt um betur og stofnað framleiðslufyrirtækið Stolen Picture. Fyrsta myndin sem nýja fyrirtækið þeirra gerir er grín-splatter-hrollvekjan Slaughterhouse Rulez, en fyrsta stiklan úr myndinni er nú komin út. Kvikmyndin, sem inniheldur leikara eins og Michael Sheen, […]

The Empire Strikes Back er best að mati Pegg

Simon Pegg hefur raðað Star Wars-myndunum sex í röð frá þeirri verstu til þeirrar bestu, á aðeins sextíu sekúndum. Pegg, sem leikur í hinni væntanlegu Star Wars: The Force Awakens, setur Star Wars: The Empire Strikes Back í efsta sætið. „Ef maður hugsar um listræna þáttinn og skemmtanagildið þá er The Empire Strikes Back uppáhaldið […]

Pegg óttaðist um líf Cruise

Simon Pegg, sem leikur á móti Tom Cruise í Mission: Impossible – Rogue Nation, segist hafa óttast um líf Hollywood stjörnunnar í einu áhættuatriðanna.  Cruise leikur iðulega í áhættuatriðum sínum sjálfur og í einu atriði myndarinnar hangir hann utan í Airbus-herþotu þegar hún er að taka á loft. „Þegar hún tók á loft þurfti hann að vera […]

Fær klikkað hlutverk í Star Trek

Luther og A Long Walk to Freedom leikarinn breski Idris Elba, er á leið til stjarnanna. Einn af handritshöfundum Star Trek 3, breski leikarinn Simon Pegg, hefur staðfest að hann ætli að láta Elba fá „klikkað gott“ hlutverk í myndinni. Hann sagði að Elba myndi leika nýja persónu í þessari þriðju mynd, og sagði að […]

Simon Pegg hræddur við allt

Breska leikarann Simon Pegg, ættu flestir að þekkja úr myndum eins og Hot Fuzz, Run Fatboy Run og Mission Impossible myndunum, en lengi væri hægt að rekja myndir þar sem hann kemur við sögu. Pegg lauk einnig nýlega við þríleik sinn og Nick Frost. Lokahnykkurinn í þríleiknum var The World’s End, en hinar eru Hot Fuzz og Shaun of the Dead. […]

Hot Fuzz gengið fer á pöbbarölt – Fyrsta stikan!

Fyrsta stiklan fyrir þriðja og síðasta  hlutann í The Three Flavours Cornetto þríleik þeirra Edgar Wright og Simon Pegg, The World´s End, er komin út. Fyrri myndirnar tvær, Hot Fuzz og Shaun of the Dead, hafa notið mikilla vinsælda fyrir frábæra blöndu af breskum húmor, uppvakningagríni, léttum súrrealisma og ofbeldi. Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: […]

Star Trek Into Darkness – ný kitla

Glæný tveggja mínútna kitla fyrir framhaldsmyndina Star Trek Into Darkness í leikstjórn J.J. Abrams, er komin út. Fyrsta kitlan úr myndinni kom út fyrir  tveimur vikum við góðar undirtektir trekkara. Þeir geta núna glaðst á nýjan leik yfir  þessari kitlu sem lofar ansi hreint góðu. Myndin sjálf kemur í bíó í maí á næsta ári. […]

Pegg starir á stjörnur

Breski leikarinn Simon Pegg, sem meðal annars leikur ásamt Tom Cruise í Mission Impossible: Ghost Protocol og Shaun of the Dead, svo einhverjar myndir séu nefndar er enn að venjast frægðinni. Í samtali við breska blaðið The Independent segist hann enn verða opinmynntur og fá stjörnur í augun, á tökustöðum þegar hann sér kvikmyndastjörnur. „Ég […]

Heimsendir Wright og Pegg í nánd

Síðan 2007 hafa kvikmyndaunnendur beðið í ofvæni eftir þriðju (og líklega síðustu) færslunni í gamanmyndabálk þeirra Edgar Wright og Simon Pegg The World’s End, en margir kalla þennan kvikmyndabálk félaganna annaðhvort ‘blóð & ís þríleikinn’ eða Cornetto-þríleikinn. Fyrir þá sem ekki vita er þríleikurinn samansettur úr gamanmyndunum Shaun of the Dead, Hot Fuzz, og hinni væntanlegu The […]

Heimsendir Wrights færist nær

Lokakaflinn í Blood and Ice Cream þríleik Edgars Wright og Simon Pegg hefur legið í dvala seinustu fimm árin, eða alveg síðan að síðasta mynd þeirra, Hot Fuzz, kom út. Hægt og rólega þó hefur verkefnið vaknað til á árinu með einföldum Twitter-myndum frá höfundunum sem hafa hingað til náð að halda athyglinni uppi, en […]

Stórkostlegi ótti Simons Pegg

Dagskráin hjá gamanleikaranum Simon Pegg hefur nú aldeilis verið troðfull síðustu árin með ógrynni af stórmyndum, þar á meðal The Adventures of Tintin, Mission: Impossible – Ghost Protocol og Star Trek. Nú hins vegar hefur hann snúið sér aftur að rótum sínum í Bretlandi með hinni óþekktu gamanmynd A Fantastic Fear of Everything, sem fékk […]

Wright og Pegg undirbúa nýja gamanmynd

Síðan Hot Fuzz kom út árið 2007 höfum við öll beðið í mikilli eftirvæntingu eftir þriðju og síðustu gamanmyndinni í hinum svokallaða Blood and Ice Cream þríleik, sem samanstendur af Shaun of the Dead, Hot Fuzz og hinni væntanlegu World’s End– nú virðist loksins eitthvað farið að gerast með þá þriðju ef eitthvað er að […]

Drottnari allra geimvera – Viðtal við Sigourney Weaver

Ef þú ert nýlent geimvera þá ráðleggjum við þér að halda þig fjarri Sigourney Weaver. Hún er nefnilega þekkt, og tilnefnd til Óskarsverðlauna, fyrir að drepa allt sem ekki er af hennar heimi í Alien-myndunum sem hin dáða Ripley. Svo endurtók hún leikinn í Galaxy Quest en þar barðist hún við máttaröfl geimherforingjans Sarris. Og […]

Maíblað Mynda mánaðarins komið út

Maíblað Mynda mánaðarins er komið út á leigur, í bíó og á alla helstu sölustaði kvikmynda, en í þessu 80 síðna blaði er af ýmsu að taka. Í tilefni þess að fjórða Pirates-myndin, On Stranger Tides, er á leið í bíó ákváðum við að kynna okkur nýju persónurnar í sagnabálknum, því það er mikið um […]

Munu Crowe og Pegg lúskra á ofurhetjum?

MTV náði nýlega í leikstjórann Adam McKay, sem hefur gefið frá sér myndir á borð við Anchorman og The Other Guys, og sagðist hann vera viku frá því að klára fyrsta uppkast af handritinu The Boys. Handritið er byggt á vinsælli, kolsvartri myndasögu og fjallar um heldur óstýrlátan hóp innan leyniþjónustunnar sem fær það verkefni […]

Myndir af tökustað Mission Impossible Ghost Protocol

Tökur á spennumyndinni Mission Impossible Ghost Protocol standa nú sem hæst, og birti vefsíðan Comingsoon.net nýjar myndir af tökustað á vef sínum í dag. Á myndunum sjást m.a. leikstjórinn Brad Bird og leikararnir Tom Cruise, Simon Pegg og Paula Patton, á tökustað í Vancouver í Kanada í gær, mánudag. Myndin er framleidd af J.J. Abrams, […]

Jeremy Renner tekur við Mission: Impossible

Jeremy Renner, sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The Hurt Locker, hefur nú staðfest að hann muni taka við taumunum á Mission: Impossible kvikmyndaseríunni. Renner, sem vinnur nú hart að tökum á fjórðu Mission: Impossible myndinni, sagði við MTV á dögunum, „Það er hugsunin. Ég get að vísu ekki séð fram í […]