Aldon er nýr Han Solo í Star Wars

Þegar kvikmyndafyrirtækið Lucasfilm sagði frá því að ein af væntanlegum Star Wars hliðarmyndum ( Anthology Films ) sem það hygðist framleiða væri mynd um Han Solo þegar hann var ungur maður, var öllum ljóst að það yrði erfitt að fylla skarð Harrison Ford í hlutverkinu.

aldon

Leikstjórarnir Phil Lord og Cris Miller fengu 2.500 leikara í áheyrnarprufur fyrir hlutverkið og fyrir tveimur mánuðum var sagt frá því að Hail, Caesar! leikarinn Alden Ehrenreich hefði verið ráðinn í hlutverkið, en Lucasfilm gaf þó ekki út neina opinbera yfirlýsingu um málið.

Nú, á Star Wars ráðstefnunni Star Wars Celebration í Lundúnum um helgina, var þögnin loksins rofin, en Lord og Miller kynntu þar Ehrenreich formlega til sögunnar sem „nýjan“ Han Solo.

Rogue One: A Star Wars Story verður frumsýnd 16. desember 2016. Star Wars: Episode VIII kemur í bíó 15. desember 2017, og Han Solo myndin kemur 25. maí, 2018. Star Wars : Episode IX kemur 2019 og þriðja Star Wars hliðarmyndin kemur svo í bíó 2020.