Svart er skuggalegra en grátt

Ný BÖNNUÐ stikla er komin út fyrir nýjustu mynd Marlon Wayans, Fifty Shades of Black, sem er eins og nafnið gefur til kynna grínútgáfa af hinni ljósbláu Fifty Shades of Grey, og ýmsum öðrum svipuðum myndum. Að auki er glænýtt plakat komið fyrir myndina sem er „mun skuggalegra en grátt“ eins og stendur á plakatinu.

fifty

‘Once you go black, you never go grey!’, segir Marlon í stiklunni, eða í lauslegri snörun, „Einu sinni svart, aldrei grátt á ný“

Leikstjóri er Michael Tiddes sem vann með Wayans að hinni vinsælu A Haunted House.

Með helstu hlutverk fara Marlon Wayans sem fer með hlutverk Mr. Black, auk  Kali Hawk, Mike Epps, Andrew Bachelor, Affion Crockett, Jane Seymour, Fred Willard og Florence Henderson.

Myndin er væntanleg í bíó 29. janúar nk.

postr