Kanarí valin fyndnasta íslenska kvikmyndin

Heimildarmyndin Kanarí eftir þær Magneu B. Valdimarsdóttir og Mörtu Sigríði Pétursdóttir var valin fyndnasta kvikmyndin á nýafstaðinni Gamanmyndahátíð, eða Iceland Comedy Festival, sem haldin er árlega á Flateyri. Kanarí fjallar um þá einstöku íslensku menningu sem hefur tekið sér bólfestu á Kanarí, eins og segir í tilkynningu frá hátíðinni. Í tilkynningunni segir einnig að mikið […]

Hetjunni verður breytt

Leikstjóri ævintýramyndarinnar Sonic the Hedgehog, lofar breytingum, eftir að hávær gagnrýni á stiklu myndarinnar upphófst. „Skilaboðin eru skýr,“ sagði Jeff Fowler á Twitter. „Þið eruð ekki ánægð með útlitið og þið viljið breytingar. Það mun gerast. Allir hjá Paramount og Sega eru áfram um að gera persónuna eins GÓÐA og hægt er.“ Fowler sem er […]

Naked Gun 4 farin af stað

Margir hafa hlegið dátt yfir ævintýrum Lt Frank Drebin í Naked Gun myndunum þremur, sem eru troðfullar af sprenghlægilegum fimmaurabröndunum, en nú eru 24 ár síðan síðasta mynd var frumsýnd, The Naked Gun 33 1/3: The Final Insult.  Tímaritið Little White Lies segir nú frá því að leikstjóri og einn höfundur myndanna, David Zucker, telji […]

Skóli á leið til helvítis

Bresku leikararnir Simon Pegg og Nick Frost eru vanir því að leika í skemmtilegum kvikmyndum saman, og nú hafa þeir bætt um betur og stofnað framleiðslufyrirtækið Stolen Picture. Fyrsta myndin sem nýja fyrirtækið þeirra gerir er grín-splatter-hrollvekjan Slaughterhouse Rulez, en fyrsta stiklan úr myndinni er nú komin út. Kvikmyndin, sem inniheldur leikara eins og Michael Sheen, […]

Steini og Olli heimsfrumsýnd á BFI

Nú þegar sumri er tekið að halla, getum við byrjað að láta okkur hlakka til kvikmyndahátíðatímabilsins, sem stendur yfir frá því í lok ágúst og fram í fyrstu mánuði 2019. Ein af hátíðunum sem væntanlegar eru er BFI London Film Festival, sem hefst í október, og nú hafa borist fregnir af lokamynd hátíðarinnar, sem sýnd […]

Ferrell og Wahlberg í brandarakeppni

Gamanmyndin Daddy´s Home 2 kemur í bíó 1. desember nk. og kynning myndarinnar er farin í fullan gang. Eitt myndband í þessu kynningarefni er í sérstöku uppáhaldi hjá kvikmyndir.is en það er af aðalleikurunum Will Ferrell og Mark Wahlberg að keppa í svokölluðum pabbabröndum, eða við getum líka kallað þá aulabrandara, eða fimm aura brandara, […]

Óheppilegt heiti á mynd Fonda og Redford

Stórleikararnir Jane Fonda og Robert Redford leika í nýrri mynd sem er í bíó í Bandaríkjunum, en um er að ræða hjartnæmt táradrama, fyrir markhópinn 65 ára og eldri. Heiti myndarinnar, Our Souls at Night, hefur heitan, hlýjan og ljóðrænan hljóm, og gefur til kynna umfjöllunarefnið; um tvo einstaklinga sem hafa misst maka sína, en […]

Ferrell verður gamlinginn sem skreið út um glugga

Gerð var vinsæl kvikmynd eftir gamansögu sænska rithöfundarins Jonas Jonasson, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, eða The 100-Year-Old Man Who Climbed Out The Window, eins og hún heitir á ensku, árið 2013. Nú hefur Hollywood fengið áhuga á sögunni, og það er enginn annar en grínistinn Will Ferrell sem mun leika gamlingjann. Samkvæmt Empire […]

Sacha Baron Cohen vill endurgera Klovn

Sacha Baron Cohen ( Grimsby, Ali G, Borat ) hefur mikinn áhuga á að endurgera dönsku gamanmyndina Klovn, sem sló eftirminnilega í gegn hér á landi árið 2010. Eins og Empire bendir á þá er vandræðagangurinn og grófur húmorinn eitthvað sem er upp á pallborðið hjá Cohen, enda er hans húmor ekki ósvipaður. Klovn fjallar um […]

Nýtt í bíó – Mike and Dave Need Wedding Dates

Sena frumsýndir gamanmyndina Mike and Dave Need Wedding Dates nú á miðvikudaginn 6. júlí í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíó og Borgarbíói Akureyri. Foreldrar bræðranna Mike og Dave hafa fengið nóg af partístandi þeirra. Nú skulu þeir finna almennilegar dömur fyrir brúðkaup systur þeirra í Hawaii. Bræðurnir bregða á það ráð að auglýsa eftir stúlkum á netinu og auglýsingin fer […]

Nýtt í bíó – The Brothers Grimsby

Nýja Sacha Baron Cohen grínmyndin, The Brothers Grimsby, verður frumsýnd á föstudaginn næsta. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Baron Cohen leikur G. Nobby, indæla en illa gefna fótboltabullu á Englandi. Hann hefur allt sem maður frá Grimsby gæti mögulega óskað sér, þar með talin 11 börn og fallegustu kærustuna á norðaustanverðu Englandi (Rebel […]

Svart er skuggalegra en grátt

Ný BÖNNUÐ stikla er komin út fyrir nýjustu mynd Marlon Wayans, Fifty Shades of Black, sem er eins og nafnið gefur til kynna grínútgáfa af hinni ljósbláu Fifty Shades of Grey, og ýmsum öðrum svipuðum myndum. Að auki er glænýtt plakat komið fyrir myndina sem er „mun skuggalegra en grátt“ eins og stendur á plakatinu. […]

Ný Blackadder sería í vinnslu

Edmund Blackadder og hinn tryggi skósveinn hans Baldrick, eða Baldrekur eins og hann kallaðist í íslenskri þýðingu, gæti verið á leiðinni aftur á skjáinn, þ.e. ef hægt verður að safna nægu fé til að borga laun Hugh Laurie. Sir Tony Robinson, sem lék Baldrek, í fjórum vinsælum sjónvarpsseríum á níunda áratug síðustu aldar á BBC, sagði […]

Grínsystur flytja að heiman – Fyrsta sýnishorn

Gamanleikkonurnar og Golden Globes kynnarnir Tina Fey og Amy Poehler hafa birt fyrsta sýnishornið úr væntanlegri mynd þeirra, Sisters, eða Systur. Þær grínsystur leika þar systur sem ákveða að halda svakalegt lokapartý áður en þær flytja úr foreldrahúsum. Myndin er væntanleg í bíó um næstu jól. Maya Rudolph, Kate McKinnon og Rachel Dratch leika einnig í myndinni og Saturday Night […]

Nær Hart að herða Ferrell?

Fyrsta stiklan úr grínmyndinni Get Hard með þeim Will Ferrell og Kevin Hart í aðalhlutverkum, var frumsýnd í dag. Myndin fjallar um milljarðamæring og forstjóra vogunarsjóðs, James, sem Will Ferrell leikur, sem er sakfelldur fyrir svik og dæmdur í fangelsi, og þarf að sitja inn í San Quentin fangelsinu. Dómarinn gefur honum 30 daga til […]

Örvæntingarfullir mannræningjar – Ný stikla!

Ný stikla í fullri lengd kom út í dag fyrir gamanmyndina Horrible Bosses 2 þar sem þeir félagarnir Jason Sudeikis, Charlie Day og Jason Bateman byrja að feta glæpabrautina. Félagarnir Nick, Dale og Kurt eru komnir með upp í kok af því að vinna fyrir aðra, og ákveða því að stofna sitt eigið fyrirtæki. En lævís […]

Ímyndið ykkur 1% heilastarfsemi

Nýjasta útspil Universal kvikmyndaversins til að kynna gamanmyndina Dumb and Dumber To, framhald hinnar goðsagnakenndu Dumb and Dumber, er sláandi líkt markaðsefninu sem notað var til að kynna nýju Luc Besson myndina Lucy, sem er með Scarlett Johanson í titilhlutverkinu. Aðalleikarar Dumb and Dumber To, þeir Jim Carrey og Jeff Daniels, eru komnir í staðinn […]

Grjótharðir íslenskir mafíósar

Framleiðslufyrirtækið Flying Bus hefur sent frá sér nýjan grínskets sem er skopstæling á mafíumyndum eins og The Godfather og Goodfellas. Eins og sést í sketsinum eru ítölsk áhrif allsráðandi með tilheyrandi tungutaki og svipbrigðum. Sketsinn heitir Ítalskt kaffi, en leikarar eru þeir Arnór E. Kristjánsson, Heimir S. Sveinsson Knútur H. Ólafsson og Matti. Kíktu á hér að […]

Ron Burgundy hlær að 24 tíma fréttastöð

Ron Burgundy, fréttaþulurinn frábæri úr gamanmyndinni Anchorman 2: The Legend Continues, bregst ókvæða við þegar honum er sagt frá nýrri fréttastöð sem ætlar að senda út allan sólarhringinn.  Honum finnst þetta fáránleg hugmynd! Það er Will Ferrell sem leikur Burgundy. Það líður þó ekki á löngu þar til maðurinn hinum megin við borðið dregur upp seðlabúnt […]

Karlar eru konur

Knútur H. Ólafsson, Arnór E. Kristjánsson og Heimir S. Sveinsson skipa grínhópinn Flying Bus! sem sendi nú nýlega frá sér nýtt myndband, Öfugmæli. Í myndbandinu er fjallað um það hvernig heimurinn væri ef karlmenn hegðuðu sér eins og konurnar í samböndum og öfugt. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan: Hópurinn hefur gert þónokkuð af öðrum grínmyndböndum, […]

Rogen er loðinn Kardashian – Myndband

Leikararnir og vinirnir Seth Rogen og James Franco gerðu sér lítið fyrir og gerðu grínútgáfu af tónlistarmyndbandi tónlistarmannsins Kanye West við lag hans Bound 2, en í upprunlega myndbandinu leikur kærasta hans og barnsmóðir, Kim Kardashian, aðalhlutverk ásamt West. Í upprunalega myndbandinu fljúga neistar á milli þeirra West og Kardashian, enda lagið hálfgerður ástaróður söngvarans […]

Cohen drepur gamla konu á BAFTA

Sacha Baron Cohen, betur þekktur sem Ali G, Bruno og Borat, kom fram á BAFTA Brittania verðlaunaafhendingunni um helgina og stal senunni eins og honum einum er lagið. Cohen var mættur á svæðið til að veita viðtöku Charlie Chaplin verðlaununum fyrir framúrskarandi gamanleik. Til að kynna Cohen upp á sviðið kom leikkonan Salma Hayek í fylgd […]

Sultarleikarnir gera grín að Hunger Games

Frumsýning The Hunger Games Catching Fire er nú handan við hornið, og bíða margir spenntir eftir að sjá myndina, sem er framhald myndarinnar The Hunger Games frá því á síðasta ári. Færri vita um myndina The Starving Games, eða Sultarleikarnir, sem einnig er væntanleg í bíó í Bandaríkjunum um næstu helgi, eða þann 8. nóvember […]

David Brent úr The Office kennir á gítar

Ricky Gervais, eða öllu heldur David Brent úr gamanþáttunum The Office,  hefur sent frá sér nýtt gítarkennslumyndband. Myndbandið er hluti af gítarkennslustímum Brent sem verða birtir á Youtube-síðu Gervais. Tilefnið er grínvika sem er að fara af stað á Youtube. Í fyrsta myndbandinu syngur Brent lag sitt Life on the Road, sem fjallar um starf hans […]

Jennifer Lawrence á milli burkna – Nýr þáttur

Við höfum áður birt hér á síðunni grín-samtalsþætti leikarans Zach Galifianakis, Between Two Ferns, eða Á milli tveggja burkna, í lauslegri íslenskri þýðingu, sem hann birtir á vefþáttasjónvarpsstöðinni Funnyordie.com.  Galifianakis hefur nú birt glænýjan þátt í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni síðar í mánuðinum. Meðal gesta hjá Zach eru Óskarskandidatarnir Anne Hathaway, Jennifer Lawrence og Amy Adams.  […]

Chase er hættur í skólanum

Gamanleikarinn Chevy Chase hefur yfirgefið gamanþættina Community, en aðdáendur leikarans sem fylgst hafa með honum undanfarið, vita að leikarinn hefur ekki verið allt of sáttur í þáttunum. Þættirnir fjalla um hóp nemenda í öldungadeild framhaldsskóla í Greendale í Colorodo í Bandaríkjunum. Þátturinn er að sigla inn í sitt fjórða tímabil og hefur verið vel tekið […]

Ariel Winter er Dóra landkönnuður

Ariel Winter leikkona úr Modern Family sjónvarpsþáttunum vinsælu hefur verið mikið í fréttum undanfarið eftir að móðir hennar var sökuð um að beita hana andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þessi frétt hér er þó af jákvæðara taginu, en Ariel er hér mætt í nýju grínvídeói um teiknimyndapersónuna Dóru landkönnuð, Dora The Explorer. Myndin er framleidd af […]

Bless Ricky Gervais

Þegar Ricky Gervais var kynnir á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 2010 sagði hann: „Þetta er allt í lagi, ég mun ekki gera þetta aftur,“ nokkrum sinnum, sem reyndist ekki alveg rétt, því hann átti eftir að mæta tvisvar í viðbót til að kynna. Ummæli hans á fyrstu hátíðinni féllu mörg í grýttan jarðveg hjá Hollywood […]

Oldman vill að NBA hetjur hætti að leika

Að mínu mati er fátt meira pirrandi en að horfa á íþróttamenn reyna fyrir sér í kvikmyndum. Þeir standa sig oftar en ekki illa, eru mjög asnalegir og geta hreint út sagt eyðilagt heilu kvikmyndirnar. Ég er ennþá að fá martraðir eftir að hafa séð Kazaam þegar ég var krakki. Ég reikna nú ekki með […]