Stuttfréttir – kál, stripp, Nolan

Jennifer Aniston, 44 ára, kom sér í form fyrir hlutverk nektardansmeyjar í We´re the Millers með því að borða kál. „Ég borðaði, þú veist, grænt, grænmeti og próteinríkafæðu og kálmeti.“ Hún bætir við að hún hafi ekki innbyrt eina einustu kartöfluflögu né bollaköku.

Frumsýningu Oldboy endurgerðar Spike Lee hefur verið frestað um einn mánuð, eða til 27. nóvember. Upphaflega átti að frumsýna hana 25. október, en nú hefur hún verið flutt í Þakkagjörðarvikuna í Bandaríkjunum. Josh Brolin leikur aðalhlutverkið.

Eva Green og Josh Hartnett munu leika aðalhlutverkin í sjónvarps – hryllingsdramanu Penny Dreadful. Þrefaldi Óskarstilnefndi handritshöfundurinn John Logan skrifar og framleiðir ásamt öðrum. Tökur hefjast í London í haust, en sýningar hefjast næsta vor.

spawnJamie Foxx, sem leikur Electro í The Amazing Spider-Man 2 vill leika ofurhetjuna Spawn og Mike Tyson. „Þetta eru tvö hlutverk sem ég myndi elska að leika. Ég er að vinna á fullu í að koma þeim á koppinn.“ Spawn er fyrrum leigumorðingi með ofurkrafta. Tyson er boxari.

Leikstjórinn og framleiðandinn Christopher Nolan á afmæli í dag, 30. júlí. Hann fæddist í London í Englandi. Hann byrjaði að taka kvikmyndir þegar hann var sjö ára, á myndavél föður síns. Nolan er þekktur fyrir The Dark Knight þríleikinn.

 

 

Stikk: