5 fréttir – Bosses, Exorcist, Hoffman, Murphy og Zombies

Seth Gordon mun ekki leikstýra Horrible Bosses 2 vegna tímaskorts. Leit er hafin að nýjum leikstjóra.  Fyrsta myndin sló í gegn og þénaði 209 milljónir Bandaríkjadala á alheimsvísu. Gordon gerði einnig hina vinsælu Identity Thief.

Morgan Creek fyrirtækið er að undirbúa gerð sjónvarpsþátta upp úr The Exorcist, eða Særingarmanninum. Kvikmyndin The Exorcist fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli sínu. Jeremy Slater vinnur nú að handriti þáttanna.

Kvikmyndastjarnan Dustin Hoffman, 75 ára, greindist með krabbamein og hefur lokið meðferð gegn meininu. Meðferðin var árangursrík og Hoffman er orðinn hress og líður vel. Leikarinn er nú að kynna Quartet, sem hann leikstýrði, en fer svo í 3 önnur bíóverkefni.

Beverly Hills CopEddie Murphy ætlar að leika í fjórðu Beverly Hills Cop myndinni. Á dögunum var gerður prufuþáttur að Beverly Hills Cop sjónvarpsseríu, en serían var ekki valin til áframhaldandi framleiðslu. Verið er að leita að leikstjóra.

Abigail Breslin, 17 ára, úr Zombieland, ætlar að snúa aftur í heim uppvakninga í myndinni Maggie og leika titilpersónuna, dóttur persónu Arnold Schwarzenegger. Maggie er smituð af uppvakningavírus sem er orðinn að faraldri á Jörðinni. Arnold hjálpar Maggie.