Tortímandi á toppnum

Enginn annar en ofurkappinn Arnold Schwarzenegger og ofurkonan Linda Hamilton komu sáu og sigruðu á íslenska bíóaðsóknarlistanum nú um helgina, og tóku toppsætið í kvikmyndinni Terminator: Dark Fate. Mjótt var þó á munum því toppmynd síðustu viku, The Addams Family kom í humátt á eftir. Þriðja sæti listans féll svo í skaut íslensku kvikmyndarinnar Agnes Joy, en tekjur af sýningum myndarinnar eru nú komnar yfir 13 milljónir króna frá frumsýningu fyrir þremur vikum síðan.

Auk nýju Terminator myndarinnar eru þrjár aðrar nýjar myndir á listanum. Fyrst ber að geta nýju Edward Norton myndarinnar Motherless Brooklyn, sem fór beint í níunda sæti aðsóknarlistans. Þá er það Corpus Christi í 18. sætinu og svo er það myndlistar – heimildarmyndin Vasulka áhrifin, sem fór beint í 23. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: