Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Terminator 1984

(Terminator 1)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The thing that won't die, in the nightmare that won't end.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 100% Critics
The Movies database einkunn 84
/100
Vann til þriggja verðlauna á Academy of Science Fiction, Fantasy

Vélmenni er sent úr framtíðinni til að drepa. Hann þarf að drepa Sarah Connor, unga konu en líf hennar mun hafa mikil áhrif á það hvernig framtíðin verður. Sarah á aðeins einn verndara, Kyle Reese, sem einnig er sendur úr framtíðinni. Tortímandinn notar ofurgreind sína og styrk til að finna Söruh, en er einhver leið að stöðva fyrirætlun hans?

Aðalleikarar


The Terminator var ekta 80´ spennumynd. Hún virkaði á yfirborðinu týpísk byssumynd en sagan og persónurnar voru svo vel gerðar að myndin var fljótlega viðurkennd sem meistaraverk. Arnold “I´ll be back” Schwarzenegger var óþekktur þegar hann tók að sér hlutverkið, þ.e. fyrir utan að vera kraftakarl. Linda Hamilton, sem seinna varð betur þekkt í Beauty and the Beast, leikur týpíska 80´ konu sem fær Tortímanda (T-800) í heimsókn. Bestur er að mínu mati Michael Biehn sem Kyle Reese, faðir John Connor sem er í öllum hinum myndunum. Ég fæ enn gæsahúð við að heyra: “Listen, and understand. That terminator is out there. It can't be bargained with. It can't be reasoned with. It doesn't feel pity, or remorse, or fear. And it absolutely will not stop, EVER, until you are dead!”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Klassískar línur
Var búinn að sjá snilldina nr.2 og margir sögðu þessa vera betri en nei, þessi var sko ekki betri. Myndin byrjaði strax með frægu eldingarsenunni og nöknum Arnold og Kyle Reese og Arnold byrjaði strax að drepa Söruh Connors (ekki hana, heldur allar með nafninu) og Kyle að vernda hana. Verkefnið hans var að vernda hana svo John Connor, foringi andspyrnurnar myndi fæðast og leiða mannkyn í sigur í framtíðarstríði.

Myndin er smá költ-mynd eða B-mynd og fær plús fyrir það því ég elska þannig myndir en mér fannst þessi bara ekkert spes, nátturulega mjög góð. Miklu betri söguþráður en 3 en nær rétt svo að vera betri mynd en 3.

Költ-mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Terminator er svalasti villain sem hefur sést á hvíta tjaldinu. Og er túlkun Arnold Schwarzenegger á honum fullkomin, og er Tortímandinn einn eftirminnilegasti karakter sem hann hefur nokkurn tímann túlkað á leikferlinum. Auk þess er leikstjórn James Cameron frábær, tæknibrellur snilld, spennan mögnuð og sagan verulega góð. Hvernig Cameron blandar persónusköpun og spennu saman er snilld. Ef það er ekki action, þá er góð ástarsaga í gangi. Og er hún álíka áhugaverð til áhorfs. Semsagt, Terminator er besta spennu/hasarmynd síðasta áratugs og ein besta spennumynd sem gerð hefur verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrsta Terminator myndin hefst árið 2029 þegar vélarnar hafa tekið völdin og mannfólkið á í vök að verjast. Í Los Angeles borg er (titil) vélmenni (ð) sent til ársins 1984 til að koma í veg fyrir fæðingu uppreisnarleiðtoga mannfólksins með því að myrða móður hans (Linda Hamilton) áður en hann fæðist. Hermaðurinn Kyle Reese (Michael Biehn) er síðan sendur til að verja hana. Snilldarmynd að mínu mati og stendur alltaf fyrir sínu. Að vísu soldið fyrirsjáanleg en það er bætt upp með myrku og drungalegu andrúmslofti og endi sem er bæði fullnægjandi og kraftmikill. Neggerinn á engan stórleik samt enda er hlutverkið ekki skrifað með mörgum samtölum en í framhaldsmyndunum tveimur var hann farinn að tjá sig meira. Biehn er hins vegar alveg svakalega skemmtilegur og jafnvel Hamilton sem ég hef yfirleitt ekki mikið álit á tekst að gera Sarah Connor bara þó nokkuð sjarmerandi. Sagan er vel skrifuð og myndin hefur staðist tímans tönn og elst bara þokkalega vel. The Terminator fær frá mér þrjár og hálfa stjörnu ásamt sterkum meðmælum. Þessi klassík er ómissandi. Sjáðu hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd.hún er gömul og ekki besta myndin en ágæt

Ég gef henni þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn