Náðu í appið
39
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Terminator 3: Rise of the Machines 2003

Frumsýnd: 18. júlí 2003

The Machines Will Rise

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Meira en 10 árum eftir að Terminator 2 gerist, verður John Connor að flækjast á milli staða, og láta ekki á sér bera, svo að gereyðendur framtíðar finni hann ekki og drepi. Til allrar óhamingju þá sendir SkyNet nýjan gereyðanda af nýrri gerð, the T-X, en hann er mun kraftmeiri og háþróaðri heldur en sá gamli, T-1000. Auk þessa gereyðanda, þá er annar... Lesa meira

Meira en 10 árum eftir að Terminator 2 gerist, verður John Connor að flækjast á milli staða, og láta ekki á sér bera, svo að gereyðendur framtíðar finni hann ekki og drepi. Til allrar óhamingju þá sendir SkyNet nýjan gereyðanda af nýrri gerð, the T-X, en hann er mun kraftmeiri og háþróaðri heldur en sá gamli, T-1000. Auk þessa gereyðanda, þá er annar af gerðinni CSM-101, sendur einnig aftur í tímann, til að vernda John fyrir T-X. Skynet er hægt og bítandi að ná algjörum yfirráðum yfir tölvukerfum í gervi öflugs tölvuvíruss. John hefur þegar kynnst framtíðareiginkonu sinni, Kate Brewster, en faðir hennar er foringi í lofthernum, og er yfir tölvukerfum hersins og er tortrygginn á uppgang SkyNet. Þegar SkyNet vírusinn sýkir tölvur hersins og gerir Bandaríkin opin fyrir árásum, þá byrja vélarnar að taka völdin. Fljótlega mun kjarnorkustríð hefjast og stríðið gegn vélunum mun byrja ...... minna

Aðalleikarar


Eins og aðrir vonaði ég það besta með Termintor 3 en reyndist í raun bara þunn endurgerð af T2. Arnold snéri aftur sem góður gaur og vondi kallinn var flott gella sem var bæði liquid metal og endo skeleton. Nýr leikstjóri Jonathan Mostow tók við, Nick Stahl varð John Connor og Claire Danes kom inn sem Kate Brewster. Eins og hinar tvær var myndin einn eltingaleikur sem endaði með tilraun til að breyta framíðinni. Myndin var áhorfanleg en ekki bóla á pung Cameron myndanna. Endirinn fannst mér bestu þar sem dómsdagur varð loks að veruleika. Ætli besta kvótið sé ekki “She'll be back”.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fínasta hasarmyndin
Tók Terminator-maraþon um helgina og ákvað að dæma myndirnar. Þessi mynd er ekkert mikil vonbrigði eins og ég bjóst við út af neikvæðum gagnrýnum í bland við jákvæðar. Þessi mynd gæti verið smá ruglingsleg fyrir byrjendur (fólk sem hefur ekki seð hinar myndirnar) en þeir horfa bara á hana sem hasarmynd og pæla ekkert í því sem persónurnar eru að segja um fortíðina.

Nick Stahl var fínn leikari sem John Connor og líka Claire Danes sem ég kannaðist við í myndinni. Mér fannst Loken (TX) ekki sérstök en hú lék vélmenni og maður tók henni ekkert alvarlega. Arnaldur klikkaði nátturulega ekki og var miklu svalari (ekki á ,,no problemo'' hátt). Og allar aukapersónur voru vel leiknar og góðir leikarar í myndinni, allir misfrægir.

Gæti spoilað.
Mér fannst endirinn geðveikur og skrítið fyrir Hollywood að koma með þennan endi en kannski voru eir bara alveg vissir að þeir myndu gera fjórðu en vá! Endirinn kom ógeðslega á óvart þótt ég vissi að kjarnorkustyrjöld myndi koma en ekki þá.
Spoiler búinn.

Ég gef henni smá mínus fyrir þunnt handrit og ég vildi meira söguþráð enda Terminator-fan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Terminator 3 var alveg pottþétt ein af þeim myndum sem maður beið spenntastur eftir á árinu 2003. Ástæður? 1. Því það markaði endurkomu Arnolds í hlutverki Tortímandans eftir 11 ára fjarveru. 2. Svo var kominn nýr leikstjóri í stólinn. Enginn annar en Jonathan Mostow, sem gerði hina meiriháttar góðu Breakdown með Kurt Russel(sem er ekki hér inná). 3. Nýr og athyglisverður óvinur í kvennmannslíkama(thank god að þeir fengu ekki Shaq Attack eins og upprunalega átti að vera). En þrátt fyrir það, nær hún að toppa forverana? Nei, því miður ekki. Þrátt fyrir að hún sé mjög flott og futuristic í útliti, með mikilli spennu, ágætum frammistöðum frá Arnie, Nick Stahl(Sin City), Claire Danes og Kristönnu Loken sem er virkilega flott í hlutverki T-X, góðu handriti og sögu sem er virkilega athyglisverð, þá nær hún ekki þessum ferskleika(whatever that means) sem mér fannst einkenna hinar Terminator myndirnar. Hún er samt alveg meiriháttar góð skemmtun og mæli ég með öllum unnendum góðra spennumynda að sjá þessa, ef þið eruð ekki nú þegar búin að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Langversta tortímanda myndin og fáranlegur söguþráður.

Segi ekki annað.Ein og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alls ekki jafn góð mynd og fyrri tvær Terminator myndirnar, en þokkalegast mynd engu að síður.

Veit ekki hvort hún hefði náð að vera eitthvað betri ef að James Cameron hefði leikstýrt henni eins og fyrri tveim.

Það sem mér fannst hvað verst við þessa mynd var hvað það var alltaf verið að apa eftir T-1 og T-2 (sömu bardagaatriðin).

Spurningin er svo bara hvenær kemur Terminator 4?

þar sem að sagan er ekkert búinn. (Efast samt að Schwarzenegger myndi leika í henni.)

Það liðu 7 ár á milli T-1 og T-2, 12 ár á milli T-2 og T-3,

ætli það verði ekki farið að gera T-4 eftir rúm 17 ár? (2020)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.11.2019

Fínasta endurræsing

Í stuttu máli endurræsir „Terminator: Dark Fate“ myndabálkinn á góðan máta eftir að þrjú síðustu innleggin náðu ekki miklu flugi. Dani (Natalia Reyes) vaknar upp við vondan draum þegar Rev-9 (Gabriel Luna)...

18.04.2019

Geimgengill í Chucky stiklu

Ný stikla er komin út fyrir endurgerð hrollvekjunnar Child´s Play, sem MGM framleiðslufyrirtækið er að senda frá sér 21. júní nk. Í stiklunni fáum við að heyra í Chucky sjálfum, sem þýðir að við fáum a...

29.06.2015

Terminator: Genisys heimsfrumsýnd!

Ein af stórmyndum sumarsins, Terminator Genisys verður heimsfrumsýnd miðvikudaginn 1.júlí í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Smárabíói, Laugarásbíói, Selfossbíói, Ísafjarðarbíói...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn