Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Terminator 2: Judgment Day 1991

(T2)

Justwatch

This time there are two

137 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 75
/100
Vann fjögur Óskarsverðlaun; Besta hljóð, bestu tæknibrellur, bestu hjóðbrellur og besta förðun. Var valin besta erlenda myndin á japönsku kvikmyndaverðlaununum.

10 ár eru nú liðin síðan vélmenni var sent úr framtíðinni til að drepa Sarah Connor. Núna er það sonur hennar John, framtíðar leiðtogi andspyrnuhreyfingarinnar, sem er skotmarkið, og sent er nýtt og mun fullkomnara vélmenni úr framtíðinni til að koma honum fyrir kattarnef. En andspyrnuhreyfingunni hefur einnig tekist að senda vélmenni úr framtíðinni til... Lesa meira

10 ár eru nú liðin síðan vélmenni var sent úr framtíðinni til að drepa Sarah Connor. Núna er það sonur hennar John, framtíðar leiðtogi andspyrnuhreyfingarinnar, sem er skotmarkið, og sent er nýtt og mun fullkomnara vélmenni úr framtíðinni til að koma honum fyrir kattarnef. En andspyrnuhreyfingunni hefur einnig tekist að senda vélmenni úr framtíðinni til að vernda John og móður hans Söruh. ... minna

Aðalleikarar


Terminator 2 gerði hið ómöglega, hún toppaði þá fyrstu á öllum vígstöðum og er hin fullkomna 90´ hasarmynd. Ég held reyndar meira upp á fyrstu en það er ekki hægt að elska T2. Aðalmálið var auðvitð Robert Patrick sem uppfærð útgáfa af tortímanda, T-1000. Fljótandi málmurinn er ennþá geðveikur í dag sem er magnað. Hamilton buffaði sig upp og varð harðjaxl og Arnold var látinn vera góði gæinn. Edward Furlong var pínu steiktur sem John Connor og You Could Be Mine með Guns´N Roses eldir myndina aðeins. Annars er hún non stop rússíbani og virkar ennþá sama hversu oft maður hefur séð hana. Frægast kvótið var auðvitað “Hasta la vista, baby” en það er orðið svolítð þreytt verð ég að segja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hörkugóður söguþráður!
Var búinn að sjá hana áður en horfði á hana með einu augu í gær. Söguþráðurinn er mjög góður og útskýrir marga hluti í fyrstu myndinni og algjört must-see fyrir alla aðdáendur hasars, james camerons eða arnolds eða bara alla. Myndin byrjar verulega hratt (eða ekki búmm hasaratriði bara strax kominn inn í söguþráð með john connor og sarah á spítalanum) og mér finnst þannig myndir góðar. Sem fara strax í söguna.

Leikararnir voru mjög góðir og Linda Hamilton bætti leikinn sinni mikið frá síðustu mynd, nr.1, og arnold er nákvæmlega eins, bara svona góð frammistaða, enginn óskar á leiðinni og sömuleiðis hjá hinum, mjög vel leikið.

Einfaldur söguþráður er að einn tortímandi er að reyna að drepa john connor sem ungling og hinn (schwarzenegger) er að vernda hann og söruh, mömmu hans og svo ætla þau að loka fyrir Skynet og koma í veg fyrir Dómsdag og allskonar hlutir gerast og eru útskýrðir.

Algjör klassík
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Seinni Terminator myndin hefst árið 2029 í Los Angeles borg rétt eins og fyrsta myndin en í þetta sinn er Tortímandi af nýrri sort(Robert Patrick)sendur af vélunum til ársins 1994 til að myrða John Connor(Edward Furlong) sem er verðandi foringi uppreisnarsamtaka mannfólksins. Hinn fullorðni John sendir Tortímanda af úreltri sort(Neggerinn) til að vernda sína yngri útgáfu. Alveg stórgóð mynd og gefur forvera sínum ekkert eftir í hasar og tæknibrellum. Að vísu er þessi ekki eins myrk en tekst samt að vera töluvert grimmari. Neggerinn er í toppformi og yndislegt er að sjá hann í þessu hlutverki. Linda Hamilton leikur Sarah Connor eins og fyrri daginn en það er óhjákvæmilegt að taka eftir því að Sarah er orðin eins og einhver allt önnur manneskja. Þó er ósanngjarnt að gagnrýna það því að tekið er fram í myndinni að Sarah leið algjört helvíti þessi tíu ár sem liðu síðan fyrsta myndin átti að gerast og slíkt getur haft viss áhrif á fólk. Edward Furlong er engan veginn að standa sig og geng ég jafnvel svo langt að segja að hann setur vissan blett á myndina. Nick Stahl lék John í þriðju myndinni og gerði það miklu betur. Annars hef ég fátt sem ekkert út á T2 að setja,þetta er pottþéttur tryllir sem eldist vel og fær hiklaust frá mér þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

BRILLIANT.Frábær hasar og spennumynd,góður söguþráður og

mjög vel gerð mynd frá James cameron leikstóra ALIENS og

THE TERMINATOR.TERMINATOR 2 er tvímælalaust besta myndin um tortímandann.Fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Terminator2 er án efa langbesta myndinn í Terminator trílogíunni. Schwarzenegger leikur T-800(Held að hann heiti það) bara vel og vöðvaskrímslið að hækka sig. James Cameron leikstýrir þessari mynd bara vel og svo er handritið vel skrifað líka i þessari mynd. Myndin fjallar um það að John'O'Connor er núna orðinn unglingur. Núna er góða vélin(arnold) og vonda vélin T-1000(Robert Patrick) að reyna ná í strákinn. Vonda vélmenið reynir að drepa John vegna þess að í framtíðinni mun hann rústa öllum vélunum í stríði á móti vélmennunum í framtíðinni. Mamma hans John's er á klepp vegna þess að hún sagðist hafa séð vélmeni(sjá mynd nr eitt) sem menn trúði því að hún væri geðveik. T-800 og John reyna að frelsa mömmu hans John's úr kleppinum. Svo er líka vonda og dulafulla vélmenið T-1000 sem getur breytt sér í persónu með að drepa þau og líka talað eins og þau. Myndin er mjög góð og líka mjög flott hasarmynd sem ég mæli eindregið með. Byrjurnar atriðið þegar T-800 ætlar að fá fötin hjá einum kallinum á einum bar er rosalega svalt atriði. Allir leikarar standa sig eiginlega bara vel og þá sérstaklega Robert Patrick sem var nú mjög góður sem aðalvonda vélmennið T-1000 og Sömuleiðis krakkinn Edward Furlong sem lék John'O'Connor. Myndinn var mjög fræg á sínum tíma og hirti meðal annars fjögur verðlaun og þar á meðal besta tæknibrellurnar sem er mjög gott. Myndin getur verið svoldið löng enn ekki skiptir það mig miklu máli. Myndin er hiklaust þess virði að fá fjórar stjörnur sem ég sé ekki eftir á að gefa þessari frábæru snilldar hasarmynd svona mikið. Þetta voru lokaorð mín um þessa hasar& Vísindamynd. Takk fyrir og dæmið sjálf...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.03.2020

Frábærar kvikmyndir um tímaflakk: „Tækni sem hefði vafalaust elst mjög illa“

Ef þú gætir ferðast hvert sem er, fram eða aftur í tíma, - hvert myndirðu fara? Myndirðu reyna að hafa áhrif á fortíðina eða viltu kannski skoða framtíðina? Viltu eignast gæludýr sem er grameðla, reyna að bjarga einhverjum...

24.09.2017

Hamilton með Schwarzenegger og Cameron í nýju Terminator myndinni

James Cameron, leikstjóri upprunalegu Terminator myndarinnar, tilkynnti nú á dögunum að hann hefði ráðið upprunalega Terminator leikkonuna, og fyrrum eiginkonu sína,  Linda Hamilton, í aðalhlutverk í nýrri Tortímend...

29.06.2015

Terminator: Genisys heimsfrumsýnd!

Ein af stórmyndum sumarsins, Terminator Genisys verður heimsfrumsýnd miðvikudaginn 1.júlí í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Smárabíói, Laugarásbíói, Selfossbíói, Ísafjarðarbíói...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn