Gagnrýni eftir:
Brother
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég ætla að byrja á því að segja að þessi mynd er sko ekki fyrir alla. Ef þú ert með aflitað hár og FM 95.7 límiða í bílnum þínum þá mæli ég frekar með Pearl Harbor. Hins vegar ef þú hefur gaman af öðruvísi kvikmyndum þá mæli ég sterklega með Brother eftir Takeshi Kitano. Einnig má geta þess að Kitano skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í Brother. Þessi mynd á að vera japönsk/amerísk en þrátt fyrir það er alls engin Hollywood bragur yfir henni. Eina sem er amerískt við myndina er Omar Epps og sú staðreynd að myndist gerist m. A. í USA. Myndin fjallar beisiklý um landflótta yakuza-gangster í USA og uppgang hans í undirheimum LA. Kitano nær að gefa manni innsýn inn í hugarheim yakuza-gangstera þar sem heiður og trúnaður við foringja sína skiptir öllu. Áhorfandinn fær góða innsýn inn í þann mikla aga sem einkennir allt umhverfi Japönsku-mafíunnar. Það sem yakuza-gangsterarnir gera til að sanna sig er ótrúlegt og ég einhvern veginn efast um að þetta sé svona í raunveruleikanum. Ef svo væri þá væru þeir fljótt orðnir útlimalausir. Ef ég ætti að nefna einhvern galla á þessari mynd þá er það helst tónlistin. Það mætti halda að Gunnar Jökull sjálfur hafi samið hana. Stílfrávik sem notuð eru í tónlistinni missa algjörlega marks og eru í besta lagi pirrandi. Þó að stílfrávikin séu etv. viljandi gerð þá gengur þetta einfaldlega ekki upp. Að gefa myndini 3 1/2 stjörnur er kannski full rausnarlegt, en leikur Kitano gerir útslagið, gargandi snilld.