Star Wars: Episode 7 árið 2015!

Stórveldið Disney ætlar að kaupa LucasFilm fyrir um fimm hundruð milljarða króna.

Disney ætlar sömuleiðis að frumsýna Star Wars: Episode 7 árið 2015.

Í yfirlýsingu frá Disney kemur fram að yfirtakan þýðir að allt sem tengist vörumerkinu Star Wars verður í eigu fyrirtækisins sem Walt Disney stofnaði árið 1923. George Lucas hefur því ákveðið að gefa eftir „barnið“ sitt Star Wars sem hefur átt hug hans allan í fjöldamörg ár.