Disney heldur upp á 50. teiknimyndina

Disney heldur þessa dagana upp á að Tangled, næsta myndin frá þeim, hlýtur þann heiður að vera fimmtugasta teiknimyndin sem fyrirtækið gefur út. Tangled, sem er uppfærsla á ævintýrinu um prinsessuna í turninum, skartar þeim Zachary Levi og Mandy Moore í aðahlutverkum og hefur hlotið vægast sagt frábæra dóma. Það er varla mannsbarn sem þekkir ekki myndirnar frá Walt Disney en þær hafa verið gríðarlega stór hluti af æsku margra.

Fyrsta teiknimyndin sem Disney gaf út var Mjallhvít og Dvergarnir Sjö, sem var gefin út árið 1937, og hafa þeir ekki verið latir síðan þá. Í tilefni af 50. teiknimyndinni settu Disney-menn saman þetta myndband hér fyrir neðan sem ætti að koma mörgum í gott skap.

– Bjarki Dagur