Þá er loksins komið að síðustu myndinni í Disney Animated Canon sem ég mun skrifa um, að minnsta kosti þangað til Winnie the Pooh kemur einhvern tímann á næsta ári, og er tilvalið að enda á 50. myndinni: Tangled.
Ég verð að játa að ég átti ekki von á miklu frá þessari mynd, en ég var hissa að hún var vel gerð á flesta vegu, og staðfestir það næstum því að þetta ár hefur verið frekar gott fyrir teiknimyndir (ég vil samt ekki alhæfa það þar sem ég á ennþá eftir að sjá eina teiknimynd sem kom til landsins, Legend of the Guardians). Myndin er samt þrátt fyrir það einungis 4. besta teiknimynd ársins.
Myndin einkennnist mest af rómantíkinni þó að húmor og spenna sé ekki langt undan. Húmorinn virkaði oft frekar vel, þó kom fyrir að hann var þvingaður, sérstaklega með hestinn Maximus, en það hversu hundalega hann lætur var rosalega ódýr leið til að láta fólk hlægja. Ég held að ég hafi hlegið/glottað smávegis þegar þetta kom fyrst í myndinni. Hasarinn er samt góður, þrátt fyrir að myndin sé rosalega anti-climactic. Útlitið er þar að auki frekar flott og þá sérstaklega hárið á Rapunzel (eða Gullveigu).
Aðalkarakterarnir tveir, og rómantíkin á milli þeirra, eru aftur á móti kjarni myndarinnar. Rapunzel hafði skemmtilega orku út myndina, og er á einum tímapunkti í algjöru bipolar-kasti. Hún er að mínu mati með betur sömdu kvenkarakterum sem Disney hefur gert. Flynn var líka fínn karakter, og fékk ágætis þróun eftir því sem á myndina leið. Rómantíkin á milli þeirra var mjög vel gerð. Ólíkt upprunalegu útgáfunni eftir Grimm-bræður, þá eru samskipti þeirra ekki alltaf rosalega falleg, enda neyðast þau í byrjun að vera með hvor öðru. Gothel fannst mér ekkert vera sérstakt illmenni, þó ég gef höfundum plús fyrir að hafa komið með ástæðu af hverju hún vildi fá Rapunzel.
Það var samt tvennt sem böggaði mig við myndina. Þar sem myndin er rétt svo komin út þá þarf ég að kvarta undan hvernig hún var auglýst. Það eru mörg atriði úr trailerum sem koma ekkert fram í myndinni og hún sýnir líka Maximus sem hest Flynn, sem er í rauninni ekki. Trailerarnir (og plakatið undan henni) minntu mig ótrúlega mikið á eitthvað frá DreamWorks, allt frá hvernig myndin virtist vera, til augabrúnanna þeirra á plakötunum (sem eru eitt af stærstu einkennum DreamWorks). Út af þessu fannst mér eins og Disney væri að selja myndina sem eitthvað annað en hún var, til að fá meiri aðsókn. Þetta böggaði mig, en ég var ánægður að sjá eitthvað annað en það sem ég bjóst við: algjöru miðjumoði.
Lögin voru frekar auðgleymd fyrir utan Incantation (sem er ekki einu sinni mínútu langt, en er endurtekið) og mér fannst bæði að myndin hefði vel getað staðið án þeirra og mér fannst líka einkennilegt að sjá tölvugerða mynd sem söngleikur (lögin úr Toy Story 1/2 voru alltaf sungin af einhverjum utanfrá og flest önnur lög sem ég hef heyrt voru til þegar og notuð sem pop-culture referance/filler), og ekki á mjög góðan hátt.
Myndin er samt sem áður frekar góð.
7/10
Og svona til gamans þá er hér listinn minn yfir Disney-myndirnar í röð eftir hversu góðar mér fannst þær vera.
50: Chicken Little (Óeftirminnilegir karakterar, teygð, frekar ófyndin og leiðinleg)
49: Robin Hood (Fyrir utan einn karakter þá eru allir óeftirminnilegir, myndin er kjánleg og löt)
48: Dinosaur (Hæg, án þess að vera listræn, og næstum allt virkar ekki. Flott á köflum)
47: Home On The Range (Mjög stórt meh með einum versta villain Disney)
46: Sword In The Stone (Mörg tilgangslaus atriði og hafði engan eftirminnlegan karakter, nema ugluna)
45: Fun And Fancy Free (Þunn, óáhugaverð og frekar leiðinleg.)
44: Oliver & Company (Miseftirminnilegir karakterar og gerir ekkert til að bæta fyrirsjáanleika sinn)
43: The Rescuers (Eitt stórt meh)
42: The Black Cauldron (Lítur vel út, en auðgleymd að öðru leiti)
41: Pocahontas (Ófrumleg, hundleiðinlegir karakterar og hefur stærsta plot-hole Disney. Góð tónlist samt)
40: Cinderella (Beinir athyglinni of mikið af músunum í staðinn fyrir að byggja Cinderella betur upp)
39: The Three Caballeros (Langdregin og of súr, þó útlitið sé gott)
38: Alice in Wonderland (Sýruleg, sem er bæði gott og slæmt, og oft mjög pirrandi. Komst ekki inn í hana)
37: The Princess and the Frog (Léleg ástarsaga og virðist vera a.m.k. 10 árum of sein)
36: Brother Bear (Misgóðir karakter, auðgleymanleg tónlist og smákjánaleg. Hefur samt góða hluti)
35: Peter Pan (Ágætir karakterar, aðeins og mikið af meðallegu slapsticki, og hefur fínt þema um að þroskast)
34: Lilo & Stitch (Fín byrjun og aðalkarakterarnir eru þeir einu sem eru minnugir)
33: Atlantis: The Lost Empire (Sumir hlutir sem ég var ekki hrifinn af, eins og sci-fi-ið, en hefur hluti sem voru góðir, eins og aðalkarakterarnir, nokkrir aðrir og útlitið)
32: Saludos Amigos (Skemmti mér en allt of stutt)
31: Treasure Planet (Fyrirsjáanleg en bætir fyrir það með aðalsambandi myndarinnar. Flott blanda af 2d og 3d hreyfimynd)
30: The Little Mermaid (Gott illmenni, lélegur aðalkarakter, og mjög góð tónlist)
29: The Great Mouse Detective (Með skemmtilegustu illmennunum, hefur fáar klisjur, flott útlit en hefðu mátt bæta góðu kallana)
28: Make Mine Music (Minna alvarlegri útgáfa af Fantasia og verður betri eftir því sem líður á hana)
27: The Jungle Book (Tónlist, handrit og útlit er gott, flestir karakterar eru fínir og góður villain. Mowgli var samt leiðinlegur)
26: Sleeping Beauty (Hræðileg ástarsaga en bætir vel fyrir hana með skemmtilegum dísum og einu besta illmenni Disney)
25: Hercules (Gölluð en hefur stórt skemmtanagildi. Hades og Zeus eru frábærir)
24: The Many Adventures Of Winnie The Pooh (Sjarmerandi en ég þoli ekki titilkarakterinn og Tigger)
23: 101 Dalmatians (Skemmtleg, en ekkert rosalega minnug)
22: Tarzan (Týpísk, en lítið hægt að kvarta undan henni)
21: The Adventures of Ichabod and Mr. Toad (Fínn fyrri hluti, mjög góður seinni hluti sem endar ekki sérstaklega vel, ólíkt nær öllum Disney-myndum)
20: Melody Time (Svipuð og Make Mine Music, bara betri, flott sýrutripp og mörg góð atriði)
19: The Rescures Down Under (Bætir fyrri myndina á alla staði; húmor, karakterar, illmenni og útlit)
18: Bolt (Óeftirminnilegar manneskjur en skemmtanagildið er gott út myndina og fínir aðalkarakterar)
17: Tangled (Fínir karakterar, góð rómantík en óminnugt illmenni og hefðu auðveldlega getað sleppt lögunum)
16: Bambi (Eftirminnilegir karakterar, öflugt klæmax, en frekar þunn)
15: The Fox And The Hound (Aðalsambandið var vel gert og mér líkaði við hvernig þeir sýndu hvernig umhverfi getur breytt manni)
14: Snow White And The Seven Dwarfs (Minnug tónlist og karakterar og hefur fáa galla. Ég gerði samt mistök í gagnrýni minni um hana. Hún var einungis fyrsta teiknimynd í fullri lengd frá landi sem talað er enska)
13: Lady And The Tramp (Með betri ástarsögum Disney, margir fínir karakterar og góður aðalkarakter)
12: The Lion King (Ofmetin, en ég get ekki neitað því að hún hefur marga góða karaktera, frábæra tónlist og eitt sorlegasta atriði frá Disney)
11: Meet The Robinsons (Ég held að besta lýsing sem ég hef séð á þessari mynd sé: "Litatripp með hjarta")
10: The Aristocats (Frábærir aukakarakterar, fín ástarsaga, ágætt slapstick á milli og ógleymanlegt söngatriði. Lélegt illmenni samt)
9: The Emperor’s New Groove (Klárlega sú fyndnasta, með skemmtilegum karakterum, ótýpísk og John Goodman)
8: Aladdin (Enginn karakter er óminnugur, mjög skemmtileg, frábær tónlist og einbeitir sér frekar að sambandinu milli Andans og Aladdin heldur en þess síðarnefnda og Jasmine, sem er bara góður hlutur)
7: Mulan (Með betur sömdu kvenkarakterum Disney, minnug lög og mörg eftirminnileg skot)
6: Dumbo (Of stutt, en hefur karakter sem er ekki hægt annað en finna til með og skilin milli skemmtilegs atriðis og sorglegs atriðis eru mjög vel gerð. Baby Mine er sorglegasta atriði Disney frá upphafi)
5: The Hunchback Of Notre Dame (Djúpir karakterar, frábær tónlist og háalvarleiki Disney)
4: Fantasia 2000 (Ekki alveg eins alvarleg og löng og upprunalega en einkennin eru ennþá í fullkomnu lagi)
3: Fantasia (Listrænt hámark Disney, einstök, persónuleg og hefur kraftmesta atriði Disney, endirinn)
2: Beauty And The Beast (Besta ástarsaga Disney, bestu lög Disney og með betri karakterum/illmenni Disney)
1: Pinocchio (4 góð illmenni, 2 mjög vel skapaðir aðalkarakterar, ótrúlega sjarmerandi og óhugnaleg og hefur allt of mikið af of grípandi lögum og minnugum atriðum. Eins og er er þetta með 10 bestu myndum sem ég hef séð.)
Þá er ég búinn með Disney-maraþonið. Ég held að það sé gott plan að taka nokkrar myndir frá Hayao Miyazaki og Don Bluth á næsta ári.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei