Skjaldbakan og hérinn

Nýjasta verkefni þeirra Peter Lord og Nick Park ( Chicken Run ) hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Það átti að vera leirbrúðumyndin The Tortoise And The Hare. Þessir snillingar sem eru aðalmennirnir hjá Aardman framleiðslufyrirtækinu sem gerði Wallace And Gromit leirbrúðumyndirnar frægu, hafa nú ákveðið að leggja allt sitt frekar í að gera kvikmynd um Wallace og Gromit í fullri lengd. Reyndar gengu sögusagnir hvort eð er um að handritið að TATH væri meingallað, þannig að spurningin er hvort ekki hafi verið komist hjá stórslysi. Leikararnir Orlando Jones og Michael Caine voru búnir að gera raddirnar fyrir myndina, en þær upptökur og öll undirbúningsvinnan hefur nú farið fyrir lítið.