Sjón og Bjarkar-myndin Northman með fyrstu stiklu

Fyrsta stiklan úr stórmyndinni The Northman var birt í dag en myndin verður frumsýnd á Íslandi 1. apríl 2022.

The Northman er epísk stórmynd sem segir frá því hversu langt víkingaprins einn er tilbúinn að ganga til að ná fram hefndum vegna morðsins á föður sínum.

Myndin gerist á Íslandi við upphaf 10. aldar.

Sjón skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum, Robert Eggers ( The Lighthouse, The Witch).

Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Willem Dafoe, Nicole Kidman og Ethan Hawke fara með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Íslendingum á borð við Björk, Ingvar E. Sigurðsson og Hafþór Júlíus Björnsson.

Alexander Skarsgård sem Amleth og Anya Taylor-Joy sem Olga.
Nicole Kidman sem Guðrún drottning.
Alexander Skarsgård sem Amleth.
Ethan Hawke sem Aurvandil konungur.