Robert Pattinson hjólar og heldur Halloween partí

Twilight leikarinn Robert Pattinson splæsti nýlega í 1.000 dollara reiðhjól. Reiðhjólið er af gerðinni Felt Breed Cyclo-X, en sést hefur til leikarans á hjólinu í kringum Baton Rouge, í Lousiana í Bandaríkjunum, þar sem Pattinson er við tökur á nýjustu Twilight myndinni The Twilight Saga: Breaking Dawn.

Vegfarandi sem varð vitni að hjólreiðum leikarans sagði: „Hann var þarna bara einn á hjólinu sínu, stóran hluta gærdagsins. Hann virtist skemmta sér vel og var meira að segja að gera einhverjar sirkusæfingar á því. Hann hjólaði hratt á köflum.“

Samkvæmt verslunarstjóranum í Capitol Cycleri hjólabúðinni, þá sagði Pattinson starfsfólkinu þar að hann langaði ekki í fjallahjól, heldur eitthvað einfalt. Pattinson kom starfsfólkinu skemmtilega á óvart með alþýðlegu viðmóti. Verslunarstjórinn sagði við vefsíðuna Hollywoodlife.com: „Hann kom mér ekki fyrir sjónir sem einhver kvikmyndastjarna þegar hann gekk inn um dyrnar.“

Twilight Halloween partí

Ásamt því að fjárfesta í hjólinu, þá fréttist af því nýlega að Pattinson hefði ætlað að eyða 30.000 dölum í Halloween partí. Heimildarmaður sagði: „Rob er að skipuleggja risapartí til að halda upp á Halloween, hann heldur að það sé bráðfyndið fyrir starfsliðið að klæða sig í hryllingsbúninga.“

„Starfsliðið er miklir aðdáendur Rob og hlakka mikið til. Rob veit hve mikið allir elska Halloween, þannig að hann ætlar að vanda sig virkilega vel við partíið.

„Hann hefur beðið tvo búningahönnuði sem hann þekkir að búa til sérstaka uppvakningabúninga fyrir gestina.“