Þegar fólki er ýtt út á brúnina

Aðalleikarar Furiosa: A Mad Max Story sem kemur í bíó 22. maí nk., Anya Taylor-Joy og Chris Hemsworth, svöruðu nýlega nokkrum spurningum um myndina og framleiðsluferlið, en efnið kemur frá kynningarteymi kvikmyndarinnar.

Spurning: Hvað kom upp í hugann fyrst þegar þú last handritið.

ANYA TAYLOR-JOY:

„Ég hef alltaf trúað því að sumar persónur væru ætlaðar mér og ef þær eru það ekki, þá er það á þinni ábyrgð að grípa og sleppa, þannig að þær geti fundið sinn rétta eigenda. Ég man þegar ég las handritið að Furiosa hugsaði ég: “Ó, ég tengist strax þessari persónu. Og ég veit að þetta á eftir að verða mögnuð reynsla,” Þannig að þetta hljómaði strax vel fyrir mér.““

Furiosa: A Mad Max Saga (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Heimurinn er á heljarþröm og hinni ungu Furiosu er rænt úr Green Place of Many Mothers og færð mótorhjólagenginu sem stríðsherrann Dementus fer fyrir. Á ferð sinni yfir einskismannslandið koma þau að borgvirki sem Immortan Joe stýrir. Hann og Dementus berjast um yfirráðin og ...

Spurning: Ég veit að handritið var mjög nákvæmt – George Miller lét myndskýringar fylgja með, kafla úr bókum ofl. En það er ákveðinn galdur að breyta orðum í lifandi persónu. Hvað réð úrslitum fyrir þig í að finna Furiosa?

Eins og í háskóla

ANYA TAYLOR-JOY:

„Það var magnað, því öðruvísi en í öðrum verkefnum, þegar þú vinnur eftir handriti George Miller, þá nálgastu það næstum eins og þú sér í háskóla fyrstu vikurnar áður en þú stígur fæti á tökustað. Þú ræðir allt. Og línan var lögð strax þegar George sagði við mig: „Afhverju erum við að gera þessa mynd? Seldu mér hana – afhverju verðum við að gera hana?“ Og ég held að Mad Max myndirnar, sem eru líka frábær skemmtun, séu áminning um hvað geti komið fyrir fólk þegar því er ýtt út á brúnina.“

Spurning: Hvernig var að athafna sig í heimi sem George Miller hefur verið að púsla saman í meira en fjóra áratugi?

ANYA TAYLOR-JOY:

„Það var ótrúlegt. Ég held, á sama tíma og ég var mjög einbeitt, þá vaknaði ég upp og sagði við sjálfa mig nokkrum sinnum á hverjum degi: „Þetta er það sem mig dreymdi alltaf um sem barn.“
Ef ég gæti ferðast til baka í tíma og sagt átta ára gamalli mér að þetta yrði atvinna mín, eitthvað sem fólk bæði mann um að gera, væri dagvinna manns. Þetta var algjör draumur. Þessi heimur er geggjaður og ég var þarna bæði sem leikari en einnig sem aðdáandi. Ég var með filmumyndavélina mína með mér allan tímann og tók fullt af frábærum ljósmyndum.“

Spurning: Furiosa er töffari. En þú bætir við mörgum lögum af smáatriðum sem gera hana áhugaverða. Það eru stór spennuatriði og svo rólegri kaflar. Hvernig tókst þér að finna jafnvægið?

ANYA TAYLOR-JOY:

Ég held að ein stærsta áskorunin við að leika hana er að George var með mjög mótaða hugmynd um hvernig andlit Furiosa ætti að vera. Og ég reyndi að tjá mig eins og ég gat með augunum. Það getur verið mjög krefjandi fyrir leikara, því þú vonast til að tjá með augunum allt sem þú upplifir. […] Eyðimörkin er enginn staður fyrir viðkvæma eða til að sýna miklar tilfinningar. Þannig að ég held að þessi andartök hafi þarfnast aukinnar vinnu og það var mjög góð tilfinning þegar það heppnaðist.

Ekkert líkur Dementus

Spurning: Hvað kemur Chris Hemsworth með að borðinu sem Dementus? Þar á ég við, hvernig er að skapa tengingu milli þessa fjörmikla stríðsherra og þessa uppprennandi stíðsmanns?

ANYA TAYLOR-JOY:

„Ég er heppinn með hvað Chris er ekkert líkur Dementus og sambandinu við Fuirosu. Við erum til allrar hamingju mjög góðir vinir sem styðjum hvort annað og virðum. Og ég var svo spennt að heyra að hann ætlaði að taka persónuna í allskonar mismunandi áttir. Ég held að hlutverkið höfði til hans sem leikara og það var mjög gaman að fylgjast með honum. Ég veit ekki hversu gaman hann hafði af því að vera í förðun í fjóra tíma á hverjum morgni, en hann kvartar ekki. Ég tengdi líka við það. Ég held að við séum ekki tilgerðarlegir leikarar hvorugt okkar. Ég kann vel að meta fólk sem setur vinnuna framar öðru.“

Ók á 180 km hraða

Um áhættuatriði segir Joy að ein af fyrst spurningunum sem George hafi spurt hafi verið hve mikið af þeim hún vildi framkvæma sjálf. „Ég sagði: „allt sem þú leyfir mér að gera“. Og það þýddi að eitt það fyrsta sem ég lærði var að keyra bíl á 180 km hraða. Og það var einnig mjög fullnægjandi tilfinning að læra á mótorhjól á sama tíma. Bíllinn var mjög öruggur borið saman við mótorhjólið.“

Spurning: Sem Ástrali, geturðu lýst áhrifunum sem myndir George hafa haft á þig menningarlega og sem leikara?

CHRIS HEMSWORTH:

„Í uppvextinum voru það Crocodile Dundee og Mad Max sem höfðu mikil áhrif á mig og mína bíóæsku og þær jafnvel ýttu mér út í að verða leikari og að vera í þessum geira. Ég á mjög ljóslifandi minningar af því að horfa á Mad Max sem barn og svo að tala um mótorhjólin, bílana og heiminn sem George skapaði við pabba minn. Pabbi ók mótorhjólum á þessum tíma og þekkti marga áhættu-ökuþóra m.a. og að verða nú hluti af þessum heimi, á kappakstursbrautinni, þá líður mér aftur eins og ungum strák að horfa á Mad Max í fyrsta skipti. Ég finn sömu spennuna og þetta var draumur sem varð að veruleika.”

Gefur djúpan skilning

Um handritið og hvað hann hugsaði:

CHRIS HEMSWORTH:

„Ég man að ég var svo upprifin af þessum skjali sem ég hafði fengið. Það var ekki hefðbundið handrit. Það var með myndum og allskonar upplýsingum eins og þú sérð í skáldsögu, og svo samtöl og atriði. Þannig að maður sökk ofaní þetta. Ég skil ekki afhverju fólk gerir ekki meira af þessu, það gefur svo djúpan skilning á því um hvað myndin er.”

Um förðunina sagði Hemsworth að hann hafi verið sóttur kl. 3 um nótt á hótelið og hafi svo verið í fjórar stundir í förðunarstólnum. „Þetta var mikill lærdómur í að vera kjurr, og ég er ekki frábær í því. Það er auðvelt að trufla mig, en þarna neyddist ég til að vera kjurr á einum stað í langan tíma. Það gaf mér tíma til að hugsa um persónuna,“ segir Chris Hemsworth að lokum.