Nýjasta mynd Kevin Spacey

Kevin Spacey ( The Usual Suspects , Pay it forward ) er nú að leika í nýrri mynd sem nefnist K-Pax og er Universal að treysta á hana sem haustsmellinn sinn í ár. Myndin, sem leikstýrt verður af Iain Softley, fjallar um mann sem heitir Prot (Kevin Spacey) sem segist vera frá plánetunni K-Pax. Hann er staddur á geðsjúkrahúsi undir handleiðslu geðlæknis sem leikinn verður af Jeff Bridges og sýnir öll einkenni geðklofa. En er allt sem sýnist?