Spáir í Golden Globe sigurvegara

Nú styttist óðum í helstu verðlaunahátíðirnar í Hollywood og nú er einungis ein vika þar til Golden Globe hátíðin fer fram. Óskarsverðlaunahátíðin verður síðan haldin 26. febrúar nk.

golden-globes

Blaðamaður Forbes, Ellen Killoran, bregður upp spádómsgleraugum sínum og spáir í spilin í flokki kvikmynda, en eins og flestir ættu að vita eru einnig veitt verðlaun fyrir sjónvarpsefni á hátíðinni. Killoran lætur sér þó ekki nægja að segja hvaða kvikmynd hún telur líklegastan sigurvegara, heldur skiptir hún spá sinni í þrennt: Hver MUNI VINNA, hver GÆTI UNNIÐ og hver ÆTTI AÐ VINNA.

Listi yfir allar tilnefningar og spána sjálfa, má sjá hér fyrir neðan:

Besta Dramamynd

Hacksaw Ridge

Hell or High Water

Lion

Manchester by the Sea

Moonlight

Mun vinna: Moonlight

Gæti unnið: Manchester By The Sea

Ætti að vinna: Moonlight

Manchester By The Sea virðist vera líklegri til að sigra, en Killoran telur að erlendu Hollywood blaðamennirnir sem kjósa ( The Hollywood Foreign Press ), muni velja Moonlight, enda sé hún frumlegri, mikilvægari og einfaldlega betri mynd.

Besta gaman eða söngvamynd

20th Century Women

Deadpool

Florence Foster Jenkins

La La Land

Sing Street

Mun vinna: La La Land

Gæti unnið: 20th Century Women

Ætti að vinna: Önnur þessara tveggja

 

Besti dramaleikari

Casey Affleck, Manchester by the Sea

Joel Edgerton, Loving

Andrew Garfield, Hacksaw Ridge

Viggo Mortensen, Captain Fantastic

Denzel Washington, Fences

Mun vinna: Casey Affleck

Gæti unnið: Denzel Washington

Ætti að vinna: Denzel Washington

 

Besta dramaleikkona

Amy Adams, Arrival

Jessica Chastain, Miss Sloane

Isabelle Huppert, Elle

Ruth Negga, Loving

Natalie Portman, Jackie

Mun vinna: Natalie Portman, Jackie

Gæti unnið: Amy Adams, Arrival

Ætti að vinna: Adams eða Isabelle Huppert, Elle
Besti leikstjóri

Damien Chazelle, La La Land

Tom Ford, Nocturnal Animals

Mel Gibson, Hacksaw Ridge

Barry Jenkins, Moonlight

Kenneth Lonergan, Manchester by the Sea

Mun vinna: Damien Chazelle, La La Land

Gæti unnið: Barry Jenkins or Tom Ford

Ætti að vinna: Allir nema Mel Gibson

 

Besti gaman – eða söngvamyndaleikari

Colin Farrell, The Lobster

Ryan Gosling, La La Land

Hugh Grant, Florence Foster Jenkins

Jonah Hill, War Dogs

Ryan Reynolds, Deadpool

Mun vinna: Colin Farrell, The Lobster

Gæti unnið: Ryan Gosling, La La Land

Ætti að vinna: Colin Farrell, The Lobster

Killoran segir að Farrell ætti að vinna hér af því að hann sýni í hlutverki sínu að hann gefi sig hlutverkinu algjörlega  á vald, og getur látið mann gleyma því, jafnvel eftir fyrstu ruglingslegu atriði myndarinnar, að hann sé yfirleitt á staðnum.

 

Besta leikkona í söngva- eða gamanmynd

Annette Bening, 20th Century Women

Lily Collins, Rules Don’t Apply

Hailee Steinfeld, The Edge of Seventeen

Emma Stone, La La Land

Meryl Streep, Florence Foster Jenkins

Mun vinna: Emma Stone, La La Land

Gæti unnið: Annette Bening, 20th Century Women

Ætti að vinna: Annette Bening

 

Besta handrit

Damien Chazelle, La La Land

Tom Ford, Nocturnal Animals

Barry Jenkins, Moonlight

Kenneth Lonergan, Manchester by the Sea

Taylor Sheridan, Hell or High Water

Mun vinna: Tom Ford, Nocturnal Animals

Gæti unnið: Damien Chazelle, La La Land

Ætti að vinna: Tom Ford, Nocturnal Animals

 

Besti meðleikari

Mahershala Ali, Moonlight

Jeff Bridges, Hell or High Water

Simon Helberg, Florence Foster Jenkins

Dev Patel, Lion

Aaron Taylor Johnson, Nocturnal Animals

Mun vinna: Mahershala Ali, Moonlight

Gæti unnið: Mahershala Ali, Moonlight

Ætti að vinna: Mahershala Ali, Moonlight

 

Besta meðleikkona

Viola Davis, Fences

Naomie Harris, Moonlight

Nicole Kidman, Lion

Octavia Spencer, Hidden Figures

Michelle Williams, Manchester by the Sea

Mun vinna: Viola Davis, Fences

Gæti unnið: Michelle Williams, Manchester by the Sea

Ætti að vinna: Önnur þessara tveggja

 

Besta tónlist

Moonlight

La La Land

Arrival

Lion

Hidden Figures

Mun vinna: La La Land

Gæti unnið: Moonlight

Ætti að vinna: La La Land

 

Besta frumsamda lag

“Can’t Stop the Feeling,” Trolls

“City of Stars,” La La Land

“Faith,” Sing

“Gold,” Gold

“How Far I’ll Go,” Moana

Mun vinna: “How Far I’ll Go”

Gæti unnið: “City of Stars”

Ætti að vinna: “How Far I’ll Go”

 

Besta teiknimynd í fullri lengd

Kubo and the Two Strings

Moana

My Life as a Zucchini

Sing

Zootopia

Mun vinna: Zootopia

Gæti unnið: Moana

Ætti að vinna: Önnur þessara tveggja

 

Besta erlenda mynd

Divines

Elle

Neruda

The Salesman

Toni Erdmann

Mun vinna: The Salesman

Gæti unnið: Toni Erdmann

Ætti að vinna: Graduation, nema að hún var ekki tilnefnd

74. Golden Globe verðlaunahátíðin verður haldin 8. janúar nk.