Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Rocky Balboa 2006

(Rocky VI, Rocky 6)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. febrúar 2007

It's not about how hard you hit, it's about how hard you can get hit and keep moving forward

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Rocky Balboa er goðsögn í boxheiminum, en er löngu hættur keppni. Hann býr nú í úthverfi Philadelphiu og lifir á því að reka veitingahús sitt Adrian´s, og sinnir Marie og syni hennar Steps, auk þess sem hann nýtir hvert tækifæri til að eiga samskipti við son sinn úr fyrra hjónabandi, Robert. Eftir að Balboa sér sýndarbardaga á milli sjálfs síns, Rocky,... Lesa meira

Rocky Balboa er goðsögn í boxheiminum, en er löngu hættur keppni. Hann býr nú í úthverfi Philadelphiu og lifir á því að reka veitingahús sitt Adrian´s, og sinnir Marie og syni hennar Steps, auk þess sem hann nýtir hvert tækifæri til að eiga samskipti við son sinn úr fyrra hjónabandi, Robert. Eftir að Balboa sér sýndarbardaga á milli sjálfs síns, Rocky, og þungavigtarkappans Mason "the line" Dixon, á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN, þá vaknar áhugi Balboa aftur á hnefaleikum og hann ákveður að byrja að keppa á litlum stöðum, aðallega sér til skemmtunar. Mason Dixon og umboðsmenn hans hafa þó annað í huga, og vilja koma á alvöru bardaga á milli Rocky og Mason, í þeim tilgangi að vekja athygli á Mason og endurheimta virðingu aðdáenda hans. Að lokum þá ákveður Rocky að slá til og mæta Mason í hringnum í einum lokabardaga.... minna

Aðalleikarar

Sylvester Stallone

Robert "Rocky" Balboa

William Russ

Paulie Pennino

Milo Ventimiglia

Robert "Rocky" Balboa Jr.

Tony Burton

Tony "Duke" Evers

Lou DiBella

Lou DiBella

Mike Tyson

Mike Tyson

Larry Merchant

HBO Commentator

Leikstjórn

Handrit


Sjötta Rocky myndin er núna komin og slefar hún rétt svo upp í að standast undir væntingum. Mér fannst þessi mynd Rocky Balboa skemmtileg og hún hefur ýmislegt sér til ágætis. Sylvester Stallone stendur sig, líkt og fyrri daginn, frábærlega í titilhlutverkinu og setur samleikur hans og Burt Young mjög góðan svip á myndina. Reyndar þarf ekki Young til, Stallone getur alveg skapað grípandi stemningu upp á eigin spýtur. Út frá þessu efni er handritið mjög vel skrifað en þá komum við að því helsta sem ég vil setja út á myndina. Hún reynir ekki að gera neitt nýtt og virðist forðast það að fara ótroðnar slóðir, þetta er sjötta myndin í seríunni og fyrst að Sly er búinn að lýsa því yfir að hún sé sömuleiðis sú allra síðasta þá hefði ég viljað sjá eitthvað alveg spes. Miðað við þessa grunnhugmynd kemur Rocky Balboa nokkuð vel út og er tvímælalaust fín afþreying en lítið meira samt. Hún hefði getað orðið meistaraverk en þá hefði hún líka þurft að vera allt öðruvísi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég gapi af undrun eftir að hafa horft á þessa mynd. Þessu átti ég svo sannarlega ekki von á. Þetta er næst besta Rocky myndin, aðeins fyrsta myndin er betri.

Sylvester Stallone og Burt Young snúa aftur í 6. Rocky myndinni og eiga stórleik.

Sagan var frábær, leikurinn góður, tónlistin eins og við var að búast (ég tók þó ekki eftir Eye of the Tiger), myndatakan og klippingin góð. Sly í frábæru formi. Það besta við þessa mynd er að Rocky serían endar ekki á hörmunginni sem var Rocky V.

Ég vill ekkert vera að segja frá söguþræðinum en unnendur fyrstu Rocky myndarinnar verða ekki fyrir vonbrigðum. Þarna er farið aftur til upphafsins og dregið úr actioninu. Ég átti ekki orð.


Svo sannarlega verðugur endir á frábærri seríu frá Sly. Nú bíð ég eftir Rambo IV... ætli hún muni ekki heita John Rambo :D


Kveðja,

Vilhelm

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.03.2023

Átök innan hrings og utan

Myndin sem margir hafa beðið eftir, Creed 3, er komin í bíó. Hún er nýjasta myndin í Rocky seríunni sem hófst fyrir 47 árum með Óskarsverðlaunamyndinni Rocky eftir Sylvester Stallone. [movie id=594] Frumraun Jo...

13.12.2018

Fínasta formúlumynd í löngum myndabálki

Í stuttu máli er „Creed II“ góð viðbót í Rocky myndabálkinn. Formúlan heldur sér og farið er vel með klassísk þemu eins og perónulega sigra og uppreisn. Adonis Creed (Michael B. Jordan) hefur komið sér vel fyrir í heimi ...

20.01.2016

Tvær nýjar í bíó - Creed og Úbbs! Nói er farinn ...

Tvær nýjar myndir verða frumsýndar í Sambíóunum á föstudaginn næsta, þann 22. janúar. Annarsvegar er það boxmyndina Creed og hinsvegar teiknimyndinni Úbbs! Nói er farinn... Í Creed leikur Sylvester Stallone Rocky...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn