Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Girlfight 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. apríl 2001

Prove them wrong

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Diana er 18 ára og líf hennar er flókið; hún er nálægt því að verða rekin úr miðskóla fyrir slagsmál, móðir hennar er látin, pabbi hennar er fýldur og önugur, vinsælu stelpurnar í skólanum pirra hana, og hún veit að karlmenn valda sársauka. Þegar hún sækir yngri bróður sinn í æfingasalinn í Brooklyn þar sem hann stundar hnefaleika til að gleðja... Lesa meira

Diana er 18 ára og líf hennar er flókið; hún er nálægt því að verða rekin úr miðskóla fyrir slagsmál, móðir hennar er látin, pabbi hennar er fýldur og önugur, vinsælu stelpurnar í skólanum pirra hana, og hún veit að karlmenn valda sársauka. Þegar hún sækir yngri bróður sinn í æfingasalinn í Brooklyn þar sem hann stundar hnefaleika til að gleðja föður sinn, þá ákveður hún sjálf að prófa að boxa. Hector, þjálfarinn, samþykkir með semingi að kenna henni. Fljótlega sér hann að Diana býr yfir miklum hæfileikum. Hún eyðir miklum tíma með öðrum hnefaleikamanni, Adrian, sem á kærustu, en Diana heillar hann og hann fær tilfinningar til hennar. Hún þarf einnig að skoða hvernig tilfinningar hennar til hans fara saman með harðri skelinni og kaldhæðnu viðmótinu, sem hún hefur komið sér upp. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd kom mér töluvert á óvart. Hún er mjög raunsæ og leikararnir skila sínu mjög vel. Það að hafa ekki þekkta leikara í henni finnst mér hjálpa til við að gera þessa mynd mjög raunverulega að öllu leyti. Handritið fannst mér vel skrifað og söguþráðurinn skemmtilegur. Í alla staði mjög áhugaverð mynd og áhrifamikil mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Diana (Michelle Rodriguez) er stelpa af latínsku bergi brotin sem gengur í frekar hrörlegan menntaskóla í hverfi í algjörri niðurníðslu. Krakkarnir í kringum hana eru allir að hugsa um að koma sér út úr hverfinu og lifa mannssæmandi lífi sem fyrst og margir strákanna æfa box sem undankomuleið. Diana er skapstór og er æ ofan í æ að koma sér í vandræði í skólanum. Eitt kvöldið lætur pabbi hennar hana sendast með peninga til Hector (Jaime Tirelli) sem er einn af boxþjálfurunum í hverfinu. Hún lendir þar í slag við fant úr hverfinu sem var að níðast á bróður hennar og vekur þar með athygli Hectors. Eftir það fer hún einnig að fá áhuga á boxi og byrjar að þjálfa með Hector. En boxið er mun erfiðara en hún hefði nokkurn tímann haldið en spurningin er hvort hún hafi það sem þarf til þess að komast á toppinn og komast út úr eymdinni í kringum hana. Mér líkaði þessi mynd af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi: Hún snertir á málefni sem er mjög lítið viðrað og það eru kvenhnefaleikar. Í öðru lagi: Hún er ekki að drekkja sér í ofbeldi og eiturlyfjum eins og svo margar aðrar myndir um fátæka krakka. Það er eingöngu minnst á þessa hluti en þeir eru aldrei sýndir. Hún býr ekki til steríótýpur úr persónum sínum heldur gerir þær að lifandi fólki rétt eins og nágranninn eða manneskja sem þú gætir hitt út í búð. Í þriðja lagi: Hún er frábærlega vel leikin af óþekktu leikaraliði. Sérstaklega af Michelle Rodriguez. Það gneistar af henni í hlutverki sérlega greindrar og hæfileikaríkrar stelpu sem hefur brynjað sig gegn grimmd lífsins. Sérstaklega er samband hennar og annars boxara Adrians (Santiago Douglas) vel af hendi leist og það er ekkert "fony" eða hallærislegt við það eins og oft vill verða í einhverjum unglingaglanssulli frá Hollywood. Þetta eru bara tveir krakkar sem eru bæði að sumu leyti óörugg með sjálf sig en finna að þau passa vel saman. Allt þetta leysir leikstjórinn Karyn Kusama sérlega vel af hendi og lætur allar persónur sínar vera mjög raunverulegar og eðlilegar. Tónlist Theodore Shapiro passar einnig sérlega vel við myndina. Ætli einu gallar myndarinnar séu ekki fullhægt handrit og undarleg myndataka. Það hefði verið allt í lagi að stytta myndina aðeins af því að hún skríður stundum áfram alveg lúshægt. Eins er kvikmyndataka Patrick Cady óttalega skrítin í boxatriðunum og skemmir þau dálítið. En þetta eru smávægilegir gallar. Þessi mynd er annars hið fínasta sambland af rómantík og drama og mæli ég með að sem flestir sjái hana, sérstaklega ungt fólk. Og vonandi sjáum við meira af Michelle Rodriguez af því að hún sýnir stórleik í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær tónlist og góður leikur einkennir þessa mynd. Of löng á köflum og kvikmyndatakan mætti vera betri. Ég ætlaði mér aldrei að sjá þessa mynd en tók hana samt, hún kom mér mikið á óvart og sérstaklega þó leikurinn. Fín rómantík og fínt drama hér á ferð. Kemur á ÓÓÓÓÓVART!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.01.2015

Umdeildur Brand opnar South by Southwest

The premiere of a new documentary about provocative comedian and activist Russell Brand will kick off the 2015 South by Southwest Film Conference and Festival, event organizers announced on Thursday. From director Ondi Timoner —...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn