Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Æon Flux 2005

(Aeon Flux)

Frumsýnd: 10. mars 2006

The Perfect World Meets The Perfect Assassin The future is flux.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 9% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Aeon Flux er dularfullur leigumorðingi, á því herrans ári 2415. Fjórum öldum eftir að veira gereyddi mannkyni, að undanskildum fimm milljónum í framtíðarborginni Bregna. Aeon vinnur að því að útrýma Goodchild ríkinu, en leiðtogi þess er Trevor Goodchild, stjórnandi Bregna og afkomandi mannsins sem fann lækninguna við hinni bráðdrepandi veiru. Aeon fær... Lesa meira

Aeon Flux er dularfullur leigumorðingi, á því herrans ári 2415. Fjórum öldum eftir að veira gereyddi mannkyni, að undanskildum fimm milljónum í framtíðarborginni Bregna. Aeon vinnur að því að útrýma Goodchild ríkinu, en leiðtogi þess er Trevor Goodchild, stjórnandi Bregna og afkomandi mannsins sem fann lækninguna við hinni bráðdrepandi veiru. Aeon fær þær skipanir frá Handler, að ráða Goodchild af dögum, en það eru ýmis leyndarmál sem eiga eftir að koma í ljós, og samsæri sömuleiðis.... minna

Aðalleikarar


Hér er mynd sem fékk mjög slæma dóma á sínum tíma, það er í raun ástæðan fyrir því að ég sá hana ekki fyrr en núna. Það má kannski spyrja, af hverju að horfa á mynd sem fékk svona slæma dóma? Nokkur atriði, forvitni, leikstýran leikstýrði góðri mynd (Girlfight) og hin sjóðheita Charlize Theron er í aðalhlutverki. Nóg?

Þessi mynd gerist í framtíðaþjóðfélagi árið 2415 eftir að 99% af mannkyni þurrkaðist út árið 2011 af völdum vírusar. Mannkynið býr af óskýrðri ástæðu allt í einni borg sem er lokuð af með háum veggjum. Þetta er lögregluríki sem minnir á myndir á borð við Equilibrium og Gattaca. Framtíðarveröldin er nokkuð vel gerð og tæknin mjög sci-fi. Bardagaatriði í myndinni eru vandræðalega léleg og leikararnir eiga í erfiðleikum með að láta textann hljóma sannfærandi. Ég get skilið af hverju myndin var rökkuð niður á sínum tíma. Hún er fráhrindandi fyrst og fremst af því að hún er svo ótrúverðug, meira að segja af vísindaskáldsögu að vera. Það er heldur enginn húmor í henni whatsoever. Þessi er bara fyrir þá sem verða að sjá allar vísindaskáldsögur.

Spoiler – Myndin gengur út á það að vírus drap 99% mannkyns en lækning bjargaði 1%. Gallinn er sá að lækningin gerði alla ófrjóa og eina leiðin til að mannkynið lifi áfram var að klóna alla aftur og aftur. Það HEIMSKULEGA er að það er talað eins og það sé sama manneskjan að lifa í 400 ár en ekki margar útgáfur af henni. Einn segir “I've waited 400 years for this day - I'm tired.” Hvernig má það vera að minningar og persónuleikar klóna færast á milli líkama þegar þeir eru fæddir eðlilega við mismunandi kringumstæður. Sama DNA þýðir ekki sama persóna. Þetta böggaði mig óendanlega. Myndin snérist um að stoppa þetta klón ferli af því að DNA uppskriftin var að þynnast á einhvern hátt og minningar að brjótast í gegn....aaARG!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Aeon Flux er hasar/vísindaskáldskapar/spennumynd, gerð eftir teiknimyndaþáttum sem sýndir hafa verið á MTV sjónvarpstöðinni. Hef ég persónulega ekki séð þættina, þannig að ég veit ekki hvernig myndin stenst í samanburði við þá. Myndin er ein af þessum hefðbundnu framtíðar myndum, 99% jarðarbúa dánir, nokkrir eftirlifendur sem lifa í fullkomnu ríki sem stjórnað er af vissum einstaklingum, og svo veggur sem umlykur allt ríkið til að ‘halda öllu fyrir utan, úti’. Og já, svo má að sjálfsögðu ekki gleyma andspyrnuhreyfingunni sem eru á móti valdhöfunum. Aðalpersónan, Aeon Flux, sem leikin er af hinni kynþokkafullu Charlize Theron, er hluti andspyrnuhreyfingarinnar, og er hún, að sjálfsögðu, sú besta í þeirra röðum. Aeon verður fyrir áfalli í byrjun myndarinnar, sökum valdhafanna, sem gerir það að verkum að það eina sem kemst að hjá henni er verkefnið fyrir höndum (eða eins og það er orðað í myndinni ‘The mission’), en það er að steypa valdhöfunum af stóli. Hún fær loksins boð um að hún eigi að koma ‘Illa formanninum’ fyrir kattarnef og snýst myndin síðan um það verkefni, eftirköst þess, og svo að komast að hver sannleikurinn á bak við heim þeirra er.

Charlize Theron tekst vel upp að túlka aðalpersónuna Aeon Flux, sömuleiðis Marton Csokas sem hinn ‘Illi formaður’. Söguþráðurinn er skemmtilegur og heilsteyptur, og þó ýmist mætti skýra betur, er það eitthvað sem skiptir litlu máli hvað söguna sjálfa varðar. Tæknibrellurnar eru alls ekki slæmar, en ekkert til að hrópa húrra fyrir svo sem. Í heildina er myndin frábær hasar- og spennumynd, fínasta afþreying. Sé maður þenkjandi, er vel hægt að spyrja sjálfan sig einhverjar siðferðislegar spurningar eftir að hafa horft á myndina, en þá verður maður að hafa eitthvað fyrir því, þær kvikna ekki að sjálfsdáðum.

Þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Aeon Flux er ágætis dæmi um mynd sem kemur manni á óvart, treilerinn var þvílíkt rusl og allt benti til þess að þessi kvikmynd væri hræðileg. Þó svo að hasarinn hafi verið ómerkilegur þá er Aeon Flux nokkuð áhugaverður vísindaskáldskapur, sagan varð mun dýpri en ég bjóst við og það sást að reynt hafi verið að gera eitthvað af viti. Mér finnst þó myndin vera hálfgerð ´kvenkyns´ útgáfa af Equilibrium, rétt eins og ég hafði heyrt annars staðar um myndina. Aeon Flux gerist árið 2517 þegar eftirlifendur sjúkdóms sem eyddi 99% af jarðarbúum árið 2011 hafa safnast saman í eina borg sem kallast Bregna, Aeon (Charlize Theron) er útsendari andspyrnuhreyfingu gegn stjórnvalda Bregnu sem einkennast af einræði og fasisma. Hennar nýjasta verkefni leiðir að kjarna þess stjórnvalda sem hefur meiri leyndarmál en allir halda, myndin hefur meiri pólitík en hasar og þar sem hasarinn var frekar slappur í gæðum þá hefur allt annað meira vægi. Aeon Flux er langt frá því að vera neitt gífurlega merkileg en hún er ágæt sem hreinn vísindaskáldskapur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn