Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Prince of Darkness 1987

(John Carpenter's Prince of Darkness)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Before man walked the earth...it slept for centuries. It is evil. It is real. It is awakening.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Drungalegt leyndarmál hefur legið grafið í kjallara í yfirgefinni kirkju í Los Angeles í mörg ár. Þegar prestur sem tilheyrði dularfullum trúarhópi deyr, þá opnar annar prestur kjallarann og finnur þar tank með grænum vökva. Hann hefur samband við hóp efnafræðinema til að láta rannsaka efnið. Til allrar óhamingju þá reynist efnið vera Satan sjálfur... Lesa meira

Drungalegt leyndarmál hefur legið grafið í kjallara í yfirgefinni kirkju í Los Angeles í mörg ár. Þegar prestur sem tilheyrði dularfullum trúarhópi deyr, þá opnar annar prestur kjallarann og finnur þar tank með grænum vökva. Hann hefur samband við hóp efnafræðinema til að láta rannsaka efnið. Til allrar óhamingju þá reynist efnið vera Satan sjálfur í vökvaformi, og þeir komast að því að hann gæti leyst úr læðingi FÖÐUR sinn - hinn ofur valdamikla And-Guð. Vökvinn vaknar til lífsins og breytir nokkrum nemendum í uppvakninga, og byrjar að vekja föður sinn til lífsins. Munu nemendurnir geta stöðvað hann?... minna

Aðalleikarar

Donald Pleasence

Vater Loomis

Lisa Blount

Catherine Danforth

Victor Wong

Howard Birack

Jameson Parker

Brian Marsh

Dennis Dun

Walter

Anne Marie Howard

Susan Cabot

Ann Yen

Lisa

Dirk Blocker

Mullins

Peter Jason

Dr. Paul Leahy

Joanna Merlin

Bag Lady

Alice Cooper

Street Schizo

Leikstjórn

Handrit


Prince of darkness er þrælskemmtileg hrollvekja. Segir í stuttu máli frá háskólanemum sem safnast saman og gera vísindalegar tilraunir og ná sambandi við fólk frá öðrum tíma og myndin er í sjálfu sér samblanda af heimspeki,dulspeki og eðlisfræði og það á mjög skemmtilegan átt þannig að útkoman verður dularfull og furðuleg mynd. Þó má finna eitthvað að henni,hún er soldið ruglningsleg og flókin og það er á köflum erfitt að átta sig á nákvæmlega hvað er að gerast en þó er kannski ósanngjarnt að gagnrýna hana fyrir það því að handritið er mjög gott og margbrotið og gerir myndina djúpa. Victor Wong og Donald Pleasence eru báðir traustir í hlutverkum sínum sem prófessor og prestur og að mínu mati þeir leikarar sem standa upp úr í myndinni. Alls ekki besta mynd John Carpenter's en engu að síður steikt,dúndurgóð,þriggja stjarna virði og skylduáhorf fyrir aðdáendur þessa snilldarleikstjóra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn