Náðu í appið
110
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

28 Days Later... 2002

Frumsýnd: 22. ágúst 2003

His fear began when he woke up alone. His terror began when he realised he wasn't.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Dýraverndunar- og aðgerðasinnar ráðast inn í rannsóknarstofu og ætla sér að frelsa simpansa-apa sem eru tilraunadýr, en eru smitaðir af vírus sem veldur brjálæði. Hinir barnslegu aðgerðasinnar hundsa bænir vísindamanna um að opna ekki búrin, og afleiðingarnar eru skelfilegar. 28 dögum síðar þá vaknar aðalsöguhetjan, Jim, upp úr dái, einn í yfirgefnum... Lesa meira

Dýraverndunar- og aðgerðasinnar ráðast inn í rannsóknarstofu og ætla sér að frelsa simpansa-apa sem eru tilraunadýr, en eru smitaðir af vírus sem veldur brjálæði. Hinir barnslegu aðgerðasinnar hundsa bænir vísindamanna um að opna ekki búrin, og afleiðingarnar eru skelfilegar. 28 dögum síðar þá vaknar aðalsöguhetjan, Jim, upp úr dái, einn í yfirgefnum spítala. Hann byrjar að reyna að finna einhvern annan mann og kemst að því að Lundúnaborg hefur verið yfirgefin, og svo virðist sem ekki sála sé eftir í borginni. Eftir að hann finnur kirkju þar sem einhverskonar uppvakningar hafa tekið sér bólfestu, þá flýr hann í ofboði. Selena og Mark bjarga honum frá þessum ófreskjum og segja honum frá því sem gerðist, hvernig fjöldaslátrun átti sér stað og hryllingurinn tætti í sundur borgina. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Besta Zombiemyndin
28 days later er enn eitt meistaraverkið úr smiðju Danny Boyle en hann
hefur áður gert margar ótrúlega flottar og frumlegar myndir eins og
Trainspotting og Slumdog Millionaire.
28 days later er ekkert síðri en þær. Hún fjallar um nokkra
eftirlifandi jarðarbúa og hvernig þeir reyna að komast af eftir að
vírus hefur borist um jörðina og flestir eru dánir eða orðnir að
uppvakningum. Aðalsöguhetjan Jim (Cillian Murphy) vaknar eftir að hafa
verið í dái á spítala en þá eru 28 dagar liðnir frá því að vírusinn
fór að berast manna á milli. Það er mjög sniðugt að nota hann sem
söguhetju því áhorfandinn skilur ekki neitt í neinu eins og Jim. Það
er alveg ótrúlega flott sena þegar hann fer út úr spítalanum og sér
London alveg tóma, þetta minnti helst á Abre los ojos/Vanilla Sky.
Þessi mynd er besta zombie mynd sem ég hef séð, en það hafa verið
gerðar margar skemmtilegar, t.d. Shaun of the Dead. Fyrri helmingur
myndarinnar er mjög fínn, kvikmyndatakan er mjög skemmtileg og plottið
er stöðugt en það er síðari helmingur myndarinnar sem er meistaraverk.
Það er mikið af flottum táknum í myndinni og er tónlistin í henni eins
og öðrum myndum Boyle eins og púsl sem passar nákvæmlega við myndina.
Tónlistin sér um að gera síðari hluta myndarinnar að þeirri snilld sem
hún er. Leikstjórinn er líka með þann ótrúlega hæfileika að geta komið
með vel heppnaðan brandara á mjög dramatískum augnablikum.
Leikararnir eru góðir, Cillian Murphy stendur sig mjög vel og Naomie
Harris sú sem leikur Selenu gerir hana að ógleymanlegri persónu.
Ég mæli sterklega með 28 days later fyrir alla sem hafa áhuga á
zombiemyndum og heimsendamyndum, hún er ekkert mjög óhugnanleg en
skilur mann eftir þannig að maður vill horfa á hana strax aftur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þettta er snild bara góð mynd og mig hlakar til þegar framhaldið kemur sem ber nafni 28 Weeks Later. Fyrst þegar ég sá þessa mynd brá mér hvað hún var góð. þetta er svona stælingur af Resident evil nema það er apa veira sem smitarst en ekki uppvakniga veira leikstjórin danny boyle er mjög göðaur hann hefur gert margar myndir á borð við The Beach, A Life Less Ordinary, Trainspotting og Shallow Grave þetta er brot af þeim mynd sem leikstjórin danny boyle. Þessi mynd sló óvænt í gegn árið 2002. Sögu þráðurin var góður en þótt að flestir séu búin að sjá þessa mynd þá mæli ég með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Thank god. Hér er loksins komin almennileg zombie mynd með góðri sögu, skotheldu handriti, fínum leiktilþrifum og mikilli spennu. Hún fjallar um Jim sem er hjólreiðasendill sem að lendir í því að vakna upp á sjúkrahúsi 28 dögum síðar án þess að vita hvað hafði gerst. Ég vil ekki segja meira um söguna. En þessi mynd er örugglega raunsæasta zombiemynd sem ég hef séð. Ég mæli með öllum að sjá þetta meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er langbesta mynd sem ég hef séð! Danny Boyle (Trainspotting) leikstýrir frábærlega og Alex Garland (The beach) skrifaði söguna ótrúlega vel. Vísindamenn í Cambridge gera tilraunir á öpum og þær eru til að draga niður bræðina. En það koma innbrotsmenn og einn af þeim verður bitinn af apa og þá breiðist vírusinn út og brátt verða næstum því allir á Bretlandi sýktir. En við kynnumst Jim sem vaknar á sjúkrahúsi. En hann sér að enginn er í London og hittir einhverja sem eru ekki sýktir og þeir þurfa að halda sér á lífi. Án efa er þetta besta mynd sem ég hef séð og það er eiginlega ómógulegt að einhver önnur mynd gæti ná þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Núna segi ég satt,þetta er langbesta mynd sem ég hef séð. Ef þú hefur ekki gaman af þessari mynd ertu eitthvað skrýtin/n því hún er albesta mynd í heiminum. Danny Boyle (Trainspotting,Shallow Grave) færir okkur þessa mögnuðu vísindaskáldsöguhrollvekju með glæsibragi. Vísindamenn gera tilraunir á öpum í Cambridge. Þessi vírus gerir þá brjálaða en eina nóttina koma innbrotsþjófar en einn apinn bítur konu og þá breiðist vírus út í Englandi. En svo kynnumst við Jim,hjólreiðastrák sem vaknar á spítala. Hann sér að enginn er í London en hittir Selenu og Mark,en Mark verður drepinn og þá hitta þau stelpu og faðir hennar. Þá sjá þau útvarpssendingu frá hermönnum sem segast vera í Manchester og þau leggja af stáð. Baráttan gegn dauðyflanna er algjörlega rosaleg. Besta mynd í heiminum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn