Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Godsend 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. júní 2004

When a miracle becomes a nightmare, evil is born.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 3% Critics
The Movies database einkunn 24
/100

Stuttu eftir andlát átta ára gamals sonar þeirra, á afmælisdegi hans, þá hitta þau Jessie og Paul lækni sem er í fararbroddi í genafræðirannsóknum. Hann reynir í örvæntingarfullri tilraun, að breyta gangi náttúrunnar og klóna son þeirra. Tilraunin gengur vel og Adam fæðist og vex úr grasi og verður heilbrigður og hamingjusamur ungur drengur, eða allt... Lesa meira

Stuttu eftir andlát átta ára gamals sonar þeirra, á afmælisdegi hans, þá hitta þau Jessie og Paul lækni sem er í fararbroddi í genafræðirannsóknum. Hann reynir í örvæntingarfullri tilraun, að breyta gangi náttúrunnar og klóna son þeirra. Tilraunin gengur vel og Adam fæðist og vex úr grasi og verður heilbrigður og hamingjusamur ungur drengur, eða allt þar til hann á 8 ára afmæli. Eftir því sem tíminn líður þá fara foreldrarnir smátt og smátt að sjá mun á nýja og gamla Adam. Þegar Adam á 8 ára afmæli, þá sjá þau meiri breytingar verða. Adam verður fjarlægari og óttasleginn, og augljós merki um ógn, grafa um sig. Þegar Adam fer að fá síendurteknar martraðir á næturnar, og hann fer að upplifa hræðileg endurlit aftur í tímann, fer persónuleiki hans að verða illkvittnari. Paul og Jessie geta ekki annað en viðurkennt að þessi Adam er öðruvísi en hinn. Þau verða óttaslegin, þegar þau reyna að átta sig á því hvað þau hafa nú gert, eða hvað þeim hefur verið gert. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Hugmyndirnar að 'Godsend' eru nokkuð góðar. Það má segja að þetta sé hrærigrautablanda af myndum eins og 'The Sixth Sense', 'Freddy Vs. Jason' og 'Frankenstein'. Ég spilli engu með því að segja að sagan er um foreldra sem missa son sinn, en er boðið að klóna hann af snilldar vísindamanni, leiknum af Robert de Niro. Að sjálfsögðu fer allt úr böndunum, fyrir foreldrana, vísindamanninn, klónaða strákinn, kvikmyndina sjálfa og áhorfandann. Þó eru til einstaka atriði sem eru virkilega hrollvekjandi, en það er þegar fylgt er aðeins einni af hinum fjölmörgu hugmyndum sem skjóta upp kollinum. Ég hefði verið til í mynd þar sem strákur er klónaður eftir upp úr dauðum einstaklingi, og svo fer draugur þess sem dó að langa til að komast í líkama þess klónaða, með meðfylgjandi skynvillum og ótta fyrir þann klónaða. Þessi hugmynd skýtur upp kolli í myndinni, en því miður er alls ekki unnið úr henni. Klipping myndarinnar er það allra versta við hana. Greinilegt er að sums staðar hefur atriðum verið víxlað, til dæmis þegar vísindamaðurinn og móðirin eru að ræða saman, kemur hún með tilgátu frá eiginmanni sínum sem hann aðeins segir henni tveimur atriðum síðar. Annað atriði er þegar ein persónan er skilin eftir í brennandi byggingu nær dauða en lífi, og tveimur atriðum síðar birtist hún í margra kílómetra fjarlægð og kemur til bjargar. Frekar langsótt. Robert de Niro sýnir óvenju slakan leik, en sjálfsagt hefði myndin getað orðið mun betri í höndum hæfari leikstjóra og klippara. Ég þori líka að veðja að endinum hefur verið breytt til að þóknast áhorfendum, með hryllilegum afleiðingum. Það er margt betra á næstu leigu en þessi mynd.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis hugmynd á mynd, en fyrir margan er söguþráðurinn líklegast mjög óraunverulegur, Ég get ekki sagt annað en að ég hafi sjaldan verið jafn uppfylltur af spennu í mynd síðan ég man eftir mér.

Myndin fjallar um klónun drengsins Adam, sem dó 8 ára gamall en er klónaður(endurfæddur) af ósk foreldra hans með hjálp eins snilldarlegs læknis(Robert Deniro).

En auðvitað koma slæmar afleiðingar klónunnar fljótt í ljós og þar af leiðandi mjög óhugnanleg atriði.


Gef þessari mynd 3 stjörnur, hefði getað fengið meira en mér fannst framleiðindur Godsend einfaldlega ekki vinna nógu vel úr hugmyndinni á bakvið myndina þegar lengra leið á myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn