Godsend
2004
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 25. júní 2004
When a miracle becomes a nightmare, evil is born.
102 MÍNEnska
4% Critics
20% Audience
24
/100 Stuttu eftir andlát átta ára gamals sonar þeirra, á afmælisdegi hans, þá hitta þau Jessie og Paul lækni sem er í fararbroddi í genafræðirannsóknum. Hann reynir í örvæntingarfullri tilraun, að breyta gangi náttúrunnar og klóna son þeirra. Tilraunin gengur vel og Adam fæðist og vex úr grasi og verður heilbrigður og hamingjusamur ungur drengur, eða allt... Lesa meira
Stuttu eftir andlát átta ára gamals sonar þeirra, á afmælisdegi hans, þá hitta þau Jessie og Paul lækni sem er í fararbroddi í genafræðirannsóknum. Hann reynir í örvæntingarfullri tilraun, að breyta gangi náttúrunnar og klóna son þeirra. Tilraunin gengur vel og Adam fæðist og vex úr grasi og verður heilbrigður og hamingjusamur ungur drengur, eða allt þar til hann á 8 ára afmæli.
Eftir því sem tíminn líður þá fara foreldrarnir smátt og smátt að sjá mun á nýja og gamla Adam. Þegar Adam á 8 ára afmæli, þá sjá þau meiri breytingar verða. Adam verður fjarlægari og óttasleginn, og augljós merki um ógn, grafa um sig.
Þegar Adam fer að fá síendurteknar martraðir á næturnar, og hann fer að upplifa hræðileg endurlit aftur í tímann, fer persónuleiki hans að verða illkvittnari. Paul og Jessie geta ekki annað en viðurkennt að þessi Adam er öðruvísi en hinn. Þau verða óttaslegin, þegar þau reyna að átta sig á því hvað þau hafa nú gert, eða hvað þeim hefur verið gert.
... minna