The Beach var eitt af fyrstu myndum sem ég sá Leonardo Dicaprio og líka eitt af uppáhalds myndum mínum með Dicaprio. Ég mundi seigja að þessi mynd sé svona blanda af Drama, Spennu og Ævintýri, þegar ég sá þessa mynd fyrst 8 eða 9 ára minnir mig þá hélt ég að staðurinn sem þau fara á(eyja nálægt Tælandi) væri til í alvörunni. Ég sá á imdb.com að þessi staður er til en stöndin er ekki umkringd af fjöllum, það var svona smá fjörður sem ströndin er í en þeir breyttu því í tölvu með því að seta fjöll fyrir með tölvu. Þessi mynd fjallar í stuttu máli um mann um tvítugt sem heitir Richard sem er í ferðalagi í Bangkok,Tælandi og fær kort af manni sem var í herbergi við hliðina á herberginu hans Richard á hóteli. Þegar hann sér þetta kort verður hann mjög spenntur fyrir að fara þangað og býður öðru fólki sem voru í herbergi sem var líka við hliðinna á honum. Það fólk er par frá Frakklandi og þau heita Étienne og Françoise, þau taka lestir og rútur langa leið í átta tíma til þess að komast nálægt eyjunni. Þau geta ekki komist með báti á eyjunna útaf hún er í þjóðgarði ser má ekki fara í, þannig að þau synda á eyjunna sem var um 1.5 kílómetrar. Þetta var ekki SPOILER þetta er bara byrjunin á myndinni svo gerist hellingur á eyjunni. Það eru líka nokkrar villur í myndinni eins og þegar Richard var búin að fá merkið/tattoo-ið á handleggin þá hverfur það oft og kemur aftur eftir að hann er búinn að fá tatto-ið. Svo þegar Richard er að flýja frá hálkarli þá hverfur rörið sem hann andar með oft og kemur svo aftur. Aðalhlutverk í myndinni eru: Leonardo DiCaprio(Titanic), Tilda Swinton(Adaption), Virginie Ledoyen og Guillaume Canet.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei