Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Beach 2000

Justwatch

Frumsýnd: 10. mars 2000

Paradise has its price

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Myndin fjallar um ungan níkótínfíkil og ferðalang að nafni Richard. Hann er áhugamaður um poppmenningu samtímans, og er sérstaklega hrifinn af tölvuleikjum og kvikmyndum sem fjalla um stríðið í Víetnam. Þegar hann er staddur á hóteli í Bangkok, þá finnur hann landakort sem hinn stórfurðulegi nágranni hans skilur eftir, sem er nýlega búinn að fremja sjálfsmorð.... Lesa meira

Myndin fjallar um ungan níkótínfíkil og ferðalang að nafni Richard. Hann er áhugamaður um poppmenningu samtímans, og er sérstaklega hrifinn af tölvuleikjum og kvikmyndum sem fjalla um stríðið í Víetnam. Þegar hann er staddur á hóteli í Bangkok, þá finnur hann landakort sem hinn stórfurðulegi nágranni hans skilur eftir, sem er nýlega búinn að fremja sjálfsmorð. Landakortið leiðir hann að frægri paradísareyju þar sem duttlungafullar persónur hafa sest að. ... minna

Aðalleikarar


Eftir að hafa komist yfir kort af paradís, leggur Richard (Leonardo DiCaprio) upp í glæfraferð ásamt frönsku pari, til að freista þess að komast þangað. Eftir nokkuð streð komast þau á áfangastað, og finna þar fyrir sjálfbært samfélag fólks sem hefur gaman að því að vera á ströndinni. Þau drífa sig strax í skýlu og bol og skella sér í vatnið. Eftir stutta viðveru fer greddan í Richard að valda afbrýðisemi og margs konar vandræðum, og fljótt komast þremenningarnir að því að þessi heimur er ekki svo fullkominn eftir allt saman. Og þá er líka kominn tími til þess að segja að þessi mynd er afleit. Sögur um slíkar útópíur eru hreint ekki nýjar af nálinni og þessi mynd er ekki hið minnsta frumleg. Bara það að Richard skildi finna kortið hjá manni sem hafði framið sjálfsmorð bendir til þess að þessi fullkomni heimur sé grimmari en hann sýnist og það kemur heldur betur upp úr dúrnum. Einhverjir ástarþríhyrningar detta inn hér og þar til þess að bæta nokkrum klysjum við ófrumlegheitin, og boðskapurinn, sem reynt er að troða ofan í mann í lokin, er alveg hreint hlægilega hallærislegur. Þetta er verulega vond mynd, þótt fyrri helmingurinn hafi verið þolanlegur. Engin stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Beach var eitt af fyrstu myndum sem ég sá Leonardo Dicaprio og líka eitt af uppáhalds myndum mínum með Dicaprio. Ég mundi seigja að þessi mynd sé svona blanda af Drama, Spennu og Ævintýri, þegar ég sá þessa mynd fyrst 8 eða 9 ára minnir mig þá hélt ég að staðurinn sem þau fara á(eyja nálægt Tælandi) væri til í alvörunni. Ég sá á imdb.com að þessi staður er til en stöndin er ekki umkringd af fjöllum, það var svona smá fjörður sem ströndin er í en þeir breyttu því í tölvu með því að seta fjöll fyrir með tölvu. Þessi mynd fjallar í stuttu máli um mann um tvítugt sem heitir Richard sem er í ferðalagi í Bangkok,Tælandi og fær kort af manni sem var í herbergi við hliðina á herberginu hans Richard á hóteli. Þegar hann sér þetta kort verður hann mjög spenntur fyrir að fara þangað og býður öðru fólki sem voru í herbergi sem var líka við hliðinna á honum. Það fólk er par frá Frakklandi og þau heita Étienne og Françoise, þau taka lestir og rútur langa leið í átta tíma til þess að komast nálægt eyjunni. Þau geta ekki komist með báti á eyjunna útaf hún er í þjóðgarði ser má ekki fara í, þannig að þau synda á eyjunna sem var um 1.5 kílómetrar. Þetta var ekki SPOILER þetta er bara byrjunin á myndinni svo gerist hellingur á eyjunni. Það eru líka nokkrar villur í myndinni eins og þegar Richard var búin að fá merkið/tattoo-ið á handleggin þá hverfur það oft og kemur aftur eftir að hann er búinn að fá tatto-ið. Svo þegar Richard er að flýja frá hálkarli þá hverfur rörið sem hann andar með oft og kemur svo aftur. Aðalhlutverk í myndinni eru: Leonardo DiCaprio(Titanic), Tilda Swinton(Adaption), Virginie Ledoyen og Guillaume Canet.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög athyglisverð mynd um ungan mann sem lendir í miklum ævintýrum eða öllu heldur hremmingum -í leit sinni að einfaldara og betra lífi á -að því er hann heldur- paradísareyju sem aðeins fáir vita um. Þar hefur myndast sér menning og er ekki tekið hvaða nýbúa sem er opnum örmum. Ýmsar hættur leynast og leyfi ég mér að minnast á einn besta kaflann í myndinni þegar aðalpersónan er í einhvers konar útlegð frá mannskapnum og kemst í samband við villidýrið innra með sér. Handritið er kannski svolítið ruglingslegt og einkunnin lækkar örlítið fyrir vikið, en það er samt áhugavert og myndin gengur vel upp sem eftirminnilegt spennudrama með sálfræðiívafi. DiCaprio sýnir góðan leik, auk hinna fjölmörgu aukaleikara. The Beach er áhrifamikil mynd og það er ljóst að eftir að hafa séð 28 days later er Danny Boyle kominn í flokk minna uppáhaldsleikstjóra og Alex Garland í flokk minna uppáhaldshandritshöfunda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kom glettilega á óvart miðað við hvað maður hafði heyrt utan úr hinum stóra heimi. Myndin vinnur sig skemmtilega upp, tökur eru margar stórgóðar, tónlistin oftast mjög fín og sagan býsna flott. Eini stóri ljóðurinn er hversu oft og mikið sagan minnir á Lord of the Flies eftir William Golding, sbr. þá fórn sem menn færa til að sem flestir geti haft það sem best. Sagan er líka fremur ófyrirsjáanleg og er það vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd sem er sniðinn fyrir íslenskan vetur. Maður gjörsamlega hverfur inn í myndina og lætur sem maður flatmagi á ströndinni. Og svo kemur ísl. slabbið og hretið og þú vilt helst sjá hana aftur. En í alvöru þá er þetta mjög góð mynd, hugmyndafræði Leo´s er áhugaverð, prufa e-ð nýtt, ég meina hver myndi drekka snákablóð í e-í subbuborg í Tailandi. Ekki ég. En fyrst og fremst er þetta afþreying þar sem þú hverfur inn í aðra veröld. og veröld þessi er svo sannarlega eins og draumur og heillandi. Boyle er ótrúlega skapandi kvikmyndagerðamaður og atriðið þar sem þau eru að mynda himininn er æðislegt. Tónlistinn skapar þægilega stemningu og allir eru stæltir og fallegir og allt er svo fullkomið, en Leo var ekki lengi í paradís. Umhverfið, sandurinn á ströndinni og atriðið með hákarlana eru eftirminnileg. Mynd sem skilur e-ð eftir sig, þér finnst þú hafa upplifað þetta sjálfur, svo mikil var innlifunin, að þér finnst þú vera betri manneskja eftirá eftir þessa reynslu. Kom mér á óvart enda ekki mikið búin að frétta um hana, nema e-r umhverfisspjöll, en hverjum er ekki sama um það? Eðal mynd í alla staði nema að hún þurfi í raun að enda, sem hún verður að sjálfsögðu að gera og er það það eina slæma við hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.08.2020

Efron í endurgerð Three Men and a Baby

Zac Efron mun leika aðalhlutverkið í endurgerð á hinni vinsælu "Three Men and a Baby" fyrir Disney+. Þetta herma heimildir kvikmyndavefjarins TheWrap. Efron klár í slaginn. Tom Selleck, Steve Guttenberg og Ted Danson léku aðalhlutverkin í uppr...

04.10.2014

Sterkur strandvörður staðfestur?

Dwayne "The Rock" Johnson hefur í nógu að snúast þessi misserin og leikur í hverri hasarmyndinni á fætur annarri. Nú ætlar hann að bæta strandgæslu á listann yfir komandi verkefni, en hann virðist ætla að leika a...

09.01.2014

DiCaprio næstum því étinn af hákarli

Bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio var staddur í viðtali hjá Ellen DeGeneres á dögunum og sagði frá því þegar hann lenti í sínum mesta lífsháska á lífsleiðinni. DiCaprio hefur lengi barist fyrir réttindum dýra og var að kan...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn