Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég held að það sé gersamlega tilgangslaust að reyna útskýra söguþráðinn að einhverju leiti, annaðhvort eyðilegg ég myndina eða þú skilur ekki orð sem ég segi því eXistenZ hefur gífurlegan What-The-Fuck Factor því ég sjálfur átti bágt með að skilja neitt allan fyrri helming myndarinnar sem nánast kom mér til þess að gefast upp á myndinni. Mikilvægt er að gefa myndinni séns, ég veit að margir munu ekki fíla þessa mynd því myndin er mikið byggð á kvikmyndabragðlauka en eftir að ég kláraði myndina þá fattaði ég tilgang fyrri helming myndarinnar og ég skildi hverskonar hugmynd myndin reyndi að koma á framfæri. Hugmyndin er í stuttu sú um muninn á raunveruleikanum og tölvuveröldinni, veit maður hvort þú sért í alvöru heiminum? Hvernig sérðu muninn á hvað er raunverulegt eða ekki? Í huga vélarinnar er öll gervigreind raunveruleg en hvað með mannverur? Cronenberg hefur heppilega gert hugabrenglunina eXistenZ en annað en fleiri myndir í þessum dálki þá er eXistenZ ekki eins minnug og Dark City eða Matrix á sínum tíma.
Vá þvílík mynd... er kannski rétta fyrirsögnin. Þessi mynd er RUGL. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur áhugamaður Davids Cronenbergs og mun ábyggilega aldrei verða það. Þessi mynd er virkilega léleg á minn mælikvarða og var ég óðum að leita að dyrunum í bíóinu til að læðast á aðra mynd án þess að mín yrði vart. Sleppið þessari mynd og sparið 400 kallinn.
Eitursnjall tölvuleikjasérfræðingur (Jennifer Jason Leigh) hefur hannað byltingarkenndan tölvuleik kallaðan eXistenZ en hann er þeim eiginleikum gæddur að sá sem spilar hann finnst hann vera hann sjálfur þegar hann er í raun ekkert annað en tölvuleikjapersóna í undarlegu og síbreytilegu umhverfi. Allt í einu stendur maður upp, dregur upp furðulega byssu og reynir að drepa konuna en mistekst og er drepinn. Hún, ásamt öryggisverði (Jude Law), verður að komast inn í leikinn aftur til þess að vita hver það er sem vill hana feiga. En það er annað en auðvelt af því að engum er treystandi. Þessi stórskemmtilega og ofurfurðulega mynd hefur að geyma fullt af skemmtilegum hugmyndum og krefur mann um að fylgjast vel með því sem er að gerast. David Cronenberg hefur geysilega víðfemt hugmyndaflug og sýnir það mjög vel hér með flottri myndatöku, góðum hraða, endalausum snúningum upp á söguþráðinn og almennum frumlegheitum. Leikhópurinn stendur sig líka vel, þá sérstaklega Jennifer Jason Leigh sem hinn einhverfi sérfræðingur og Jude Law sem hinn taugaveiklaði öryggisvörður. Einnig vinna þeir Ian Holm og Willem Dafoe skemmtilega út úr sínum persónum. Það eina sem dregur þessa mynd niður er óþarfa ofbeldi og slímgums og meira þannig eins og um Alien-seríuna væri að ræða og skilur það eftir smá vont bragð. En annars mjög frumleg og skemmtileg þvæla.
Þvílik bíóferð, þegar ég ákvað að skella mér á nýjustu mynd Cronenbergs. Honum hefur tekist að gera eina bestu mynd í langan tíma í sögu kvikmyndanna, þú átt eftir að fara sem allt önnur manneskja út úr bíóinu því Cronenberg er meistari sem sýnir þér inn í annan heim engum líkur. Leikararnir eru allir fantagóðir, plottið rosalegt. Ef fólk hefur ekki fílað Cronenberg ætti það að sitja heima en þessi og Dead Ringers eru bestu myndirnar sem maðurinn hefur gert. Get ekki beðið eftir að sjá hvað þessi snillingur gerir næst!
Ég hef aldrei verið sannur aðdáandi David Cronenberg en ég hef þó mikinn áhuga á myndum hans. Mér finnst allar myndir hans mjög góðar, frábærar jafnvel, en þær eru mismunandi aðgengilegar. Vandamálið er að þær eru oft of fráhrindandi fyrir minn smekk (t.d. Crash) eða bara of pervertískar (Crash, aftur, og Naked Lunch - "would you rub some insect powder on my lips? OJ!). eXistenZ er kannski aðgengilegasta mynd Cronenberg til þessa þar sem hún inniheldur ekki of mikið af földum vísunum í afbrigðilegt, slímugt kynlíf og er fráhrindikrafturinn ekki jafn öflugur og í sumum af hans bestu (verstu?) myndum. Hér er lögð áhersla á veruleika og sýndarveruleika (eins og í Videodrome) og mörkin þar á milli, sem eru ekki alltaf eins augljós og þau virðast. Jennifer Jason Leigh leikur Allegru Geller, þekktasta og besta tölvuleikahönnuð í heiminum. Myndin byrjar á samkomu, einskonar "sneak-preview", fyrir nýjasta leik hennar: eXistenZ (borið fram EXX-i-stENZ). Á að prófa hann í fyrsta skipti á almenningi en allt endar í ósköpum og Allegra, ásamt dyraverðinum Ted Pikul (Jude Law), endar á flótta undan einhverju fólki sem vill hana feiga. Hún hefur þó meiri áhyggjur af ástandi leiksins og upphefst nú meira en lítið skrítin atburðarrás sem gerist bæði innan í leiknum og utan hans - eða hvað? Cronenberg gerir allt óraunverulegt og súrrealískt eins og honum einum er lagið og hefur okkur ávallt á verði. Það skemmtilega við tölvuleikinn hans er að hann lítur ekki út eins og tölvuleikur heldur afbrigðilegur raunveruleiki, og eins og allir vita er allt afbrigðilegt hjá Cronenberg svo við vitum aldrei hvar við erum. Mér fannst mun skemmtilegra að horfa á eXistenZ í annað skiptið og sjá margvíslegar vísbendingar og ábendingar í hinum og þessum atriðum og gat ég notið þess að sjá "lífs-mekanisman" í allri sinni dýrð. Samanburður Cronenberg á tölvuleikjaspilun og samförum er augljós, þó ég skilji ekki endilega hvað hann er að fara, og er alltaf gaman að sjá fólk gefa frá sér frygðarhljóð þegar lífrænum "snúrum" er troðið inn í bakið á þeim... Kannski var rangt af mér að segja að þessi mynd væri aðgengileg... Ég verð einnig að minnast á frábæru leikarana: Jennifer Jason Leigh nær sinni persónu frábærlega og er alveg stórkostleg í sínu hlutverki. Aðeins litlausari, en litli verri, er Jude Law sem Pikul. Willem Dafoe og Ian Holm eru svo í mjög skemmtilegum smáhlutverkum. Ef þið eruð aðdáendur Cronenberg þá hafið þið örugglega gaman af þessari mynd, ef þið eruð það ekki þá getið þið alveg sleppt því að sjá hana. Ef þið eruð ekki viss, þá mæli ég með eXistenZ þar sem hún er stórskemmtilegur Cronenbergari í aðeins léttari stíl.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
6. maí 1999
VHS:
26. október 1999