Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Bæði áhugaverð og ekki
Sem sálfræðinemi þá hlakkaði ég mjög mikið til að sjá A Dangerous Method þar sem hún fjallar um tvo af þekktustu sálfræðingum allra tíma, Sigmund Freud og Carl Jung, báðir áhrifamiklir og gáfaðir menn sem höfðu báðir margar sérstakar skoðanir á sálfræðinni. Og til að toppa það voru tveir góðir leikarar að leika þá: Michael Fassbender (sem var í þremur öðrum myndum frá 2011) og Viggo Mortensen (sem hefur unnið tvisvar sinnum áður með leikstjóranum David Cronenberg). Svo ég hafði nokkuð stórar vonir gagnvart þessari mynd. Þegar ég sá hana fyrst þá varð ég fyrir vonbrigðum en eftir að hafa séð hana aftur þá verð ég að játa að ég dæmdi hana aðeins of fljótt, þrátt fyrir að ég get ekki kallað myndina stórkostlega.
Fyrir utan misgott flæði í myndinni á köflum þá fannst mér myndin þjást mest af röngum fókusi. Myndin inniheldur tvo söguþræði, annars vegar um samband Fassbender við Mortensen og samband Fassbender við Keira Knightley. Og fyrrnefnda sambandið fær ekki nógu mikla athygli. Carl Jung var einn af fyrstu fylgjendum Freud sem yfirgaf hann á endanum. Myndin hefði auðveldlega getað farið meira inn í samband þeirra og pælingarnar þeirra, en í staðinn er mest megnis af því bara notað sem tilvísun; eina undantekningin var draumapælingar Jung. Hefði hitt sambandið verið áhugaverðara þá hefði ég ekki getað kvartað eins mikið yfir þessu, en því miður var það ekki nógu áhugavert. Handritshöfundurinn Christopher Hampton kemur með með ágætlega vel skrifaða mynd (sem er byggt á leikriti eftir hann sjálfan) en þetta hefði hann mátt laga.
En þrátt fyrir þetta er mikið hægt að hrósa þessari mynd. Til að byrja með eru allir leikararnir mjög góðir. Fassbender heldur myndinni vel uppi og kemur með góða og lúmska (eða “subtle”) frammistöðu. Hann hækkar tóninn sjaldan, heldur notast við vel valin svipbrigði. Hann er þar að auki sýndur frá mörgum hliðum. Hann er gáfaður en það er allt of auðvelt að heilla hann, elskar konuna sína en fór samt í ástarsamband sem hann hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir, sálgreindi konu í byrjun sem sálgreindi hann sjálfan í endanum.
Keira Knightley fer erfiðasta hlutverkið og hef sjaldan séð eins mikla ástæðu fyrir ofleik. Þrátt fyrir smá óstöðugleika í hreimnum þá hef ég aldrei séð hana betri. Þrátt fyrir að margir eiga eftir að hlægja eða fá klígju hvernig hún hegðar sér í fyrri hluta myndarinnar þá fannst mér hún negla þessu. Viggo Mortensen er ekki sá fyrsti sem maður hugsar um að leika Freud en stóð sig vel þrátt fyrir það og kemur með nokkrar af bestu línum ársins. Leiðinlegt samt að skjátími hans var fremur takmarkaður samanborið við hina tvo af aðalleikurunum.
Síðan er það Vincent Cassel sem Otto Gross. Hann er í myndinni í um það bil 10 mínútur en nær samt að koma með eftirminnilegasta karakter myndarinnar. Hann er líka stór hluti af einu stærsta þemu myndarinnar: kynlíf. Freud kom með margar pælingar sem byggðust á kynlífi og myndin gerir meira að segja smávegis grín af því hversu heltekinn hann var af því. Síðan er líka þessi þema sýnd með losta, kynferðislegur æsingur með ofbeldi. Myndin inniheldur ekki mikið af kynlífinu sjálfu heldur tala miklu meira um það og hvernig það getur mótað manneskju. Samt sem áður eru senurnar smávegis grófar og má þar aðallega nefna meyjarhaftið.
Framleiðslan er mjög góð. Borgir eins og Vín eru fullkomnar til að taka um mynd frá þessum tíma en sömuleiðis eru fötin, smáatriði og meðferðirnar sem sálfræðingarnir nota til fyrirmyndar. Ef maður hefur eitthvað lært um þetta fag ætti maður að geta haft gaman af litlu hlutunum og hluta af samræðunum sem fjalla um sálfræði, kynlífspælingarnar og miklu fleira. Tónlistin eftir Howard Shore var lágstemmd og náði að koma með nokkur mjög vel samin píanóstef. Kvikmyndatakan var fín og voru skotin yfir sálgreiningunum í byrjun myndarinnar frábær.
Ekki fullkomin mynd, en frammistöður leikaranna, útlitið og pælingarnar ættu að halda athygli manns út hana.
7/10
PS: Þau sem voru upprunalega hugsuð um að leika aðalhlutverkin voru Christoph Waltz, Christian Bale og Julia Roberts. Það hefði orðið áhugavert.
Sem sálfræðinemi þá hlakkaði ég mjög mikið til að sjá A Dangerous Method þar sem hún fjallar um tvo af þekktustu sálfræðingum allra tíma, Sigmund Freud og Carl Jung, báðir áhrifamiklir og gáfaðir menn sem höfðu báðir margar sérstakar skoðanir á sálfræðinni. Og til að toppa það voru tveir góðir leikarar að leika þá: Michael Fassbender (sem var í þremur öðrum myndum frá 2011) og Viggo Mortensen (sem hefur unnið tvisvar sinnum áður með leikstjóranum David Cronenberg). Svo ég hafði nokkuð stórar vonir gagnvart þessari mynd. Þegar ég sá hana fyrst þá varð ég fyrir vonbrigðum en eftir að hafa séð hana aftur þá verð ég að játa að ég dæmdi hana aðeins of fljótt, þrátt fyrir að ég get ekki kallað myndina stórkostlega.
Fyrir utan misgott flæði í myndinni á köflum þá fannst mér myndin þjást mest af röngum fókusi. Myndin inniheldur tvo söguþræði, annars vegar um samband Fassbender við Mortensen og samband Fassbender við Keira Knightley. Og fyrrnefnda sambandið fær ekki nógu mikla athygli. Carl Jung var einn af fyrstu fylgjendum Freud sem yfirgaf hann á endanum. Myndin hefði auðveldlega getað farið meira inn í samband þeirra og pælingarnar þeirra, en í staðinn er mest megnis af því bara notað sem tilvísun; eina undantekningin var draumapælingar Jung. Hefði hitt sambandið verið áhugaverðara þá hefði ég ekki getað kvartað eins mikið yfir þessu, en því miður var það ekki nógu áhugavert. Handritshöfundurinn Christopher Hampton kemur með með ágætlega vel skrifaða mynd (sem er byggt á leikriti eftir hann sjálfan) en þetta hefði hann mátt laga.
En þrátt fyrir þetta er mikið hægt að hrósa þessari mynd. Til að byrja með eru allir leikararnir mjög góðir. Fassbender heldur myndinni vel uppi og kemur með góða og lúmska (eða “subtle”) frammistöðu. Hann hækkar tóninn sjaldan, heldur notast við vel valin svipbrigði. Hann er þar að auki sýndur frá mörgum hliðum. Hann er gáfaður en það er allt of auðvelt að heilla hann, elskar konuna sína en fór samt í ástarsamband sem hann hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir, sálgreindi konu í byrjun sem sálgreindi hann sjálfan í endanum.
Keira Knightley fer erfiðasta hlutverkið og hef sjaldan séð eins mikla ástæðu fyrir ofleik. Þrátt fyrir smá óstöðugleika í hreimnum þá hef ég aldrei séð hana betri. Þrátt fyrir að margir eiga eftir að hlægja eða fá klígju hvernig hún hegðar sér í fyrri hluta myndarinnar þá fannst mér hún negla þessu. Viggo Mortensen er ekki sá fyrsti sem maður hugsar um að leika Freud en stóð sig vel þrátt fyrir það og kemur með nokkrar af bestu línum ársins. Leiðinlegt samt að skjátími hans var fremur takmarkaður samanborið við hina tvo af aðalleikurunum.
Síðan er það Vincent Cassel sem Otto Gross. Hann er í myndinni í um það bil 10 mínútur en nær samt að koma með eftirminnilegasta karakter myndarinnar. Hann er líka stór hluti af einu stærsta þemu myndarinnar: kynlíf. Freud kom með margar pælingar sem byggðust á kynlífi og myndin gerir meira að segja smávegis grín af því hversu heltekinn hann var af því. Síðan er líka þessi þema sýnd með losta, kynferðislegur æsingur með ofbeldi. Myndin inniheldur ekki mikið af kynlífinu sjálfu heldur tala miklu meira um það og hvernig það getur mótað manneskju. Samt sem áður eru senurnar smávegis grófar og má þar aðallega nefna meyjarhaftið.
Framleiðslan er mjög góð. Borgir eins og Vín eru fullkomnar til að taka um mynd frá þessum tíma en sömuleiðis eru fötin, smáatriði og meðferðirnar sem sálfræðingarnir nota til fyrirmyndar. Ef maður hefur eitthvað lært um þetta fag ætti maður að geta haft gaman af litlu hlutunum og hluta af samræðunum sem fjalla um sálfræði, kynlífspælingarnar og miklu fleira. Tónlistin eftir Howard Shore var lágstemmd og náði að koma með nokkur mjög vel samin píanóstef. Kvikmyndatakan var fín og voru skotin yfir sálgreiningunum í byrjun myndarinnar frábær.
Ekki fullkomin mynd, en frammistöður leikaranna, útlitið og pælingarnar ættu að halda athygli manns út hana.
7/10
PS: Þau sem voru upprunalega hugsuð um að leika aðalhlutverkin voru Christoph Waltz, Christian Bale og Julia Roberts. Það hefði orðið áhugavert.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures Classics
Kostaði
$15.000.000
Tekjur
$27.462.041
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
3. febrúar 2012
Útgefin:
24. maí 2012