LL Cool J í Dolemite

Leikarinn og rappstjarnan LL Cool J ( Charlie’s Angels ) mun leika ofurtöffarann Dolemite í endurgerðinni af hinni klassísku Blaxploitation mynd sem var með Rudy Ray Moore í aðalhlutverkinu. Mun hann einnig vera með-framleiðandi myndarinnar sem fjallar um næturklúbbseiganda sem leitar hefnda á hvítu djöflunum sem leiddu hann í gildru og sendu hann í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki. Vonum að þessi endurgerð verði betri en endurgerðin á Shaft.