Lily úr Lost og Dame Edna ráðin í Hobbitann

Kvikmyndaleikstjórinn Peter Jackson sem vinnur nú að gerð tveggja mynda upp úr bókinni The Hobbit eftir J.R.R. Tolkien, tilkynnti á facebook síðu myndarinar að leikkonan Evangeline Lilly, sem þekktust er fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Lost, væri gengin til liðs við The Hobbit, ásamt Barry Humphries.

Hlutverk Lily er álfurinn Tauriel, en nafnið þýðir dóttir Mirkwood.

Humphries er afturámóti þekktur fyrir leik sinn í hlutverki Dame Edna Everage, sem er áströlsk grínfígúra. Dame Edna mun þó ekki birtast í ævintýraheiminum, heldur á Humphries að leika The Goblin King, en notast verður við svipaða upptökutækni við sköpun þeirrar persónu og er notuð við Gollum.

Jackson segir að nú sé búið að ráða í nær öll hlutverk í myndunum, en nýlega bættust einnig í hópinn þeir Luke Evans og Benedict Cumberbatch.

The Hobbit: An Unexpected Journey kemur í bíó þann 14. desember á næsta ári og The Hobbit: There and Back Again kemur í bíó ári seinna, eða árið 2013.