Lily Collins verður Mjallhvít

Lily Collins hefur verið ráðin í hlutverk Mjallhvítar í mynd sem væntanleg er frá Relativity Media, sem unnin er upp úr þessu fræga ævintýri Grimms bræðra.

Lily er 22 ára gömul og lék m.a. dóttur Söndru Bullock í The Blind Side, en Sandra fékk einmitt Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd.

Collins, sem er dóttir tónlistarmannsins breska Phil Collins, leikur á móti Juliu Roberts, sem verður vonda stjúpan, og Armie Hammer, sem er prinsinn, en myndin er nútímaútgáfa af ævintýrinu.

Tökur á myndinni hefjast í maí og áætluð frumsýning er 29. júní 2012.

Lily Collins er þó ekki eina Mjallhvítin á markaðnum í dag. Kristen Stewart Twilight stjarna, hefur verið ráðin til að leika sama hlutverk í myndinni White and the Huntsman, en þar mun Charlize Theron leika hina afbrýðisömu og grimmu drottningu.

Stikk: