Iron Man 3 ætlar að toppa Avengers

Marvel hefur ákveðið að auka fjármagn Iron Man 3 í 200 milljónir dollara. Það væri nú ekki frásögu færandi fyrir utan þá staðreynd að áður en The Avengers kom út var fjármagn IM3 140 milljónir dollara. Þetta þýðir einfaldlega eitt – Marvel ætlar að færa okkur mynd sem toppar The Avengers.

Þegar Marvel sá hversu vel The Avengers gekk var ákveðið að sú mynd yrði standardinn fyrir ALLAR komandi teiknimyndasögumyndir. Því hefur Shane Black, leikstjóri IM3, verið beðinn um að koma með mynd sem gæti toppað The Avengers. Til þess að geta það hefur hann hlotið aukið fjármagn, heilar 60 milljónir dollara, sem ættu að gera honum kleift að miða boganum aðeins hærra.

Það sem kemur hvað helst á óvart hér er að tökur á Iron Man 3 eru nú þegar hafnar, en þær hófust í dag! Það er greinilegt að Marvel eru æstir í að búa til góða mynd og fá til baka aðeins meiri pening í kassann. Ljóst er að IM3 þarf að gera mikið til þess að bæta upp yfir IM2, sem var ekki vel tekið af áhorfendum.

Persónulega efast ég um að þetta sé hægt. Ein aðalástæða þess að The Avengers var svona stór var þetta hrikalega samansafn leikara. Á meðan ég er ekki í vafa um að Robert Downey Jr. geti haldið uppi heilli mynd þá efast ég stórlega um að hann geti skilað meiri pening í kassann en The Avengers. Svo verðum við náttúrulega að bíða og sjá hversu hár nýji standardinn verður þegar The Dark Knight Rises kemur út (that’s right, ég sagði það).

 

Stikk: