Hörkusamkeppni á toppi aðsóknarlistans

Marvel ofurhetjumyndin Black Panther: Wakanda Forever fékk hörkusamkeppni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi, en Disney teiknimyndin Skrýtinn heimur, eða Strange World, var mjög nálægt því að ýta henni úr toppsætinu, á sinni fyrstu viku á lista.

Black Panther líður vel í toppsætinu.

Tekjur Black Panther námu 2,6 milljónum króna en tekjur Skrýtins heims námu 2,4 milljónum.

Heildartekjur Black Panther: Wakanda Forever frá frumsýningu nema nú 27,7 milljónum króna.

Þess má til gamans geta að sama staða er á toppi bandaríska listans, þar sem Black Panther er í fyrsta sæti og Strange World í öðru.

Þriðja sæti íslenska listans er nú, rétt eins og í síðustu viku, skipuð The Menu.

Ný í fjórða sæti

Hin nýja myndin sem kom í bíó um helgina, flugmyndin Devotion, nældi sér svo í fjórða sæti listans.

Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: