Risabyrjun hjá Black Panther: Wakanda Forever

Það er óhætta að segja að Marvel ofurhetjumyndin Black Panther: Wakanda Forever hafi komið séð og sigrað um helgina í bíósölum landsins. Hvorki fleiri né færri en tæplega 6.500 manns borguðu sig inn til að sjá myndina og tekjurnar voru hátt í 11,5 milljónir króna. Kvikmyndin var sýnd í 15 sölum um helgina.

Angela Basset í hlutverki sínu sem Ramanda.

Black Adam, sem hefur haft traustatak á toppsæti listans síðustu þrjár vikur, þurfti núna að sætta sig við fall niður í fjórða sæti aðsóknarlistans.

Kalli káti áfram í öðru sæti

Í öðru sæti listans er sem fyrr fjölskyldumyndin Kalli káti krókódíll og líka áfram í því þriðja er verðlaunamyndin Triangle of Sadness.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: