Lego Batman tók toppsætið

Teiknimyndin The Lego Batman Movie er vinsælasta kvikmyndin á Íslandi í dag, en hún fékk betri aðstókn en tvær aðrar myndir sem frumsýndar voru nú um helgina, myndirnar Fifty Shades Darker og John Wick Chapter 2, sem enduðu í öðru og þriðja sæti íslenska aðsóknarlistans, sem gefinn var út í dag.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni, en það er þýska verðlaunamyndin og gamanmyndin Toni Erdman sem sýnd er á þýskum kvikmyndadögum í Bíó Paradís við Hverfisgötu.

Sjáðu íslenska aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: