Geimgengill og félagar áfram á toppnum á Íslandi

Rétt eins og í Bandaríkjunum um síðustu helgi þá var Star Wars: The Rise of Skywalker , eða Stjörnstríð: Uppgangur Geimgengils, vinsælasta kvikmyndin hér á landi þriðju vikuna í röð, samkvæmt glænýjum aðsóknarlista kvikmyndahúsanna. Myndin var nærri tvöfalt vinsælli en sú mynd sem kom næst á eftir, Jumanji: The Next Level, sem hefur einnig notið mikilla vinsælda síðustu fimm vikur.

Stjörnustríðið er geysivinsælt.

Þriðja vinsælasta kvikmynd landsins er svo Njósnarar í dulargervi, eða Spies in Disguise eins og teiknimyndin heitir á frummálinu.

Njósnarar

Nýju myndirnar þrjár sem bættust í bíóhúsin nú um nýliðna helgi raða sér í 5. – 7. sæti listans. Gamanmyndin Playing with Fire fer beint í fimmta sætið, hrollvekjan The Grudge tyllti sér í það sjötta og gamanmyndin Jojo Rabbit, situr í sjönda sæti listans.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: