Fyrstu myndirnar úr Taken 2

Liam Neeson hefur haft nóg að gera undanfarið; hann er búinn að slást við úlfa í svellkaldri náttúru, hjálpa syni sínum að berjast við reiðan eldfjallaguð og eiga þátt í því að ganga frá geimverum með hjálp bandaríska flotans. Allt þetta er nú samt bara enn upphitun vegna þess að ofurpabbinn hann Bryan Mills snýr aftur í október á þessu ári – reiðari en áður fyrr. Og ef einhverjir eru með efasemdir um hvort þessi verði eitthvað mildari í samanburði við forverann, þá ætti kannski þessi linkur að sannfæra þig. Allavega, samkvæmt Latino Review verður framhaldsmyndin enn svalari!

Það er ábyggilega ekki langt þangað til að við fáum stiklu, en þangað til ættu þessar stillur úr Taken 2 frá Entertainment Weekly að duga í bili, enda sýna þær okkur nákvæmlega það sem við Taken-unnendur viljum sjá á slíkum myndum: Mills að vera naglharði töffarinn eins og við þekkjum hann. Leðurjakki, töffarasvipur, byssa eða berir hnefar – allur pakkinn, og vonandi meira í boði!

Ég segi skítt með Expendables 2, því persónulega get ég ekki beðið eftir að fá „Neeson-að-berja-vonda-kalla“ skammtinn minn í haust. Vonandi tekst leikstjóranum (Olivier Megaton – meistari miðjumoðsins) að valda aðdáendum ekki vonbrigðum. Leitt að Pierre Morel hafi ekki snúið aftur.